Fréttir

Fyrirsagnalisti

17. apríl, 2024 Fréttir : Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar
A35ab5fc-47f1-4817-a855-b14c76826147

15. apríl, 2024 Fréttir : Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

22. febrúar, 2024 Fréttir : Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

22. febrúar, 2024 Fréttir : Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

15. febrúar, 2024 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði

Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 15. mars 2024.

Nánar

1. febrúar, 2024 Fréttir : Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2023

Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropann við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV þann 31. janúar. 

Nánar
NordLit-i-Khofn-2024

23. janúar, 2024 Fréttir : Góður NordLit fundur í Kaupmannahöfn

Samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, NordLit, hafa átt gott og gjöfult samstarf um árabil með það sameiginlega markmið að stuðla að auknum sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta, með ýmsum hætti og miðstöðvarnar geta lært mikið hver af annarri. 

Nánar
MiB-Jolakvedja2

21. desember, 2023 Fréttir : Gleðileg jól!

Við hjá Miðstöð íslenskra bókmennta sendum ykkur öllum kærar jólakveðjur og þökkum samfylgdina á árinu. Með bestu óskum um gjöfult, nýtt bókaár! 

19. desember, 2023 Fréttir : Íslenskar bækur halda áfram að ferðast um heiminn og koma út á næstunni á 17 tungumálum

Í tveimur úthlutunum á árinu voru samtals veittir 92 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 27 tungumál; ensku, þýsku, ítölsku, japönsku, spænsku, norsku, dönsku, sænsku og fleiri.

Nánar

15. desember, 2023 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta tilkynnir síðari úthlutun ársins til þýðinga á íslensku, 8,3 mkr. veitt í 25 styrki

Samtals hafa 63 styrkir til þýðinga á íslensku verið veittir á árinu, í tveimur úthlutunum

Nánar
Tilnefningar2023

1. desember, 2023 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 voru kynntar 1. desember í Eddu.

Nánar
IMG_8838

30. nóvember, 2023 Fréttir : Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur.

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

Nánar

16. nóvember, 2023 Fréttir : Á undanförnum sex árum hefur notkun hljóðbóka aukist um 145% og lestur bóka dregist saman um 17%

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, í samvinnu við helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er verulega aukin notkun hljóðbóka. Einnig vekur athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fer stækkandi.

Nánar
Ran

3. nóvember, 2023 Fréttir : Rán Flygenring og Eldgos hlutu barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023

Í rökstuðningi dómefndarinnar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óhamin náttúra hafi á fólk og að mynd og texti fléttist listilega saman í fjöruga og sprenghlægilega sögu.

Nánar

12. október, 2023 Fréttir : Styrkir til þýðinga á íslensku, umsóknarfrestur 15. nóvember 2023

Styrkirnir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Jafnframt styrkir til þýðinga vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar
gautaborg-höfundar

3. október, 2023 Fréttir : Góðir bókadagar í Gautaborg

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 28. september til1. október og komu íslenskir höfundar og bækur þeirra víða við í dagskrá hátíðarinnar en Miðstöð íslenskra bókmennta skipulagði þátttökuna.

Nánar
Síða 1 af 42

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir