Fréttir

Nýræktarstyrkir 2017 - auglýst eftir umsóknum - 17.3.2017

Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári en þeir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. 

Lesa meira
LBF_2017_logo_blue_background

Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 14.-16. mars - 22.2.2017

Bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna verða með sameiginlegan bás á bókamessunni í London, Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar með Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku.

Lesa meira

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 - 23.2.2017

Guðmundur Andri Thorsson og Linda Vilhjálmsdóttir eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 fyrir bækur sínar Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor og ljóðabókina Frelsi.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki. Umsóknarfrestur 15. mars - 15.2.2017

Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka og þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku. Umsóknarfrestur er til 15. mars, umsóknareyðublöð má finna hér.

 

Lesa meira