Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur til 15. nóvember 2017. - 16.10.2017

 

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Lesa meira
Frankfurt-buchmesse

Bókasýningin í Frankfurt haldin dagana 11. - 15. október. Frakkland er heiðursgestalandið í ár. - 27.9.2017

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir að venju Bókamessuna í Frankfurt í ár og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum og umboðsmönnum.

Íslenski básinn er númer 5.0 B82.

 

Lesa meira

Íslenskir útgefendur geta sótt um norræna þýðingastyrki - 9.10.2017

Þegar þýða á úr norrænum málum yfir á íslensku skal sækja um styrk í upprunaland bókarinnar sem um ræðir. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar hins vegar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál.

Lesa meira

Tíðindamikil bókamessa í Gautaborg í ár! Hart tekist á um ritskoðun og tjáningarfrelsi. - 3.10.2017

Fjölmenn mótmæli og eldheitar umræður um málfrelsi, lýðræði, ritskoðun og hatursumræðu settu svip sinn á messuhaldið. Fjöldi höfunda mætti ekki í mótmælaskyni við að þjóðernissinnaða blaðið Nya Tider fengi inni á messunni.

Lesa meira