Fréttir

Nýárskveðja - 30.12.2011

Sögueyjan Ísland óskar samstarfsfólki og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. Takk fyrir frábært heiðursár!

Lesa meira

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna - 15.12.2011

Oddný Eir Ævarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Bryndís Björgvinsdóttir á meðal tilnefndra höfunda.

Lesa meira

Punkturinn á meðal bestu bóka ársins - 12.12.2011

„Óvæntur glaðningur frá Íslandi,“ segir bókmenntagagnrýnandi þýsku útvarpsrásarinnar WDR2, um þýðingu Punktur punktur komma strik í bókauppgjöri ársins.  Lesa meira

Brakið berst að landi - 2.12.2011

Í Brakinu eftir Yrsu Sigurðardóttur eru það ekki vofur á Ströndum sem hræða úr lesendum líftóruna, heldur myrkari hliðar mannlegs eðlis. „Að vera fastur úti á ballarhafi og vita ekkert hverjum maður getur treyst,“ segir hún. „Í því felst hryllingurinn.“

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - 1.12.2011

Fimmtudaginn 1. desember var tilkynnt um hvaða 10 bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands.

Lesa meira

Tilnefningar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs - 1.12.2011

Bergsveinn Birgisson og Gerður Kristný tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2012.

Lesa meira

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins - 1.12.2011

Ófeigur Sigurðsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir Skáldsöguna um Jón.

Lesa meira

Norrænar bókmenntir í fyrirrúmi í Hamborg - 25.11.2011

Nú er liðinn meira en mánuður frá Bókasýningunni í Frankfurt, og enn er ekkert lát á upptroðslum íslenskra höfunda í Þýskalandi. Um þessar mundir fara fram í Hamborg tveir viðburðir helgaðir norrænum bókmenntum. Lesa meira

Kristín Marja verðlaunuð á degi íslenskrar tungu - 16.11.2011

Rithöfundurinn Kristín Marja Baldursdóttur hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar  2011, en þau voru afhent á hátíðardagskrá í Gerðubergi í Breiðholti í tilefni af degi íslenskrar tungu.

Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu - 16.11.2011

Degi íslenskrar tungu var fagnað 16. nóvember síðastliðinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Lesa meira

‚10 ráð‘ á svið í Austurríki - 10.11.2011

Leikverk byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar 10 ráð til að hætta að drepa og byrja að vaska upp frumsýnt í Schauspielhaus-leikhúsinu í Salzburg í Austurríki. Lesa meira

Bókmenntaverðlaunin afhent - 3.11.2011

„Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum  og aðrir ágætir höfundar sem hafa hlotið þessi verðlaun,“ sagði Gyrðir Elíasson við afhendingu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Lesa meira

„Sú besta í manna minnum“ - 31.10.2011

Kynning Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011 vakti mikla athygli fjölmiðla í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Hér gefur að líta brot af þeirri umfjöllun sem birtist á meðan henni stóð.

Lesa meira

„Hvenær komið þið aftur?“ - 15.10.2011

Síðasti blaðamannafundur Sögueyjunnar á Bókasýningunni fór fram 15. október.

Lesa meira

Bókasýningin hálfnuð - 14.10.2011

„Sjaldan hefur nokkurt land náð jafnmiklum árangri á Bókasýningunni í Frankfurt,“ segir þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung um þátttöku Íslands á Bókasýningunni.

Lesa meira

TEXT í Berlín - 13.10.2011

Á sýningunni TEXT, sem opnar 15. október í Kuckei + Kuckei í Berlín, hafa verið valdir saman 19 íslenskir og erlendir listamenn sem vinna með texta í myndlist sinni.

Lesa meira

ÍslEnskt hjá AmazonCrossing - 12.10.2011

12. október fór fram blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing á Bókasýningunni í Frankfurt.

Lesa meira

Sögulegur sáttafundur - 12.10.2011

Á Bókasýningunni í dag átti sér stað hjartnæm stund þar sem Horst Korske, loftskeytamaður þýska kafbátsins sem sökkti Goðafossi þann 10. nóvember árið 1944,  og Sigurður Guðmundsson, háseti Goðafoss, mættust á sáttafundi.

Lesa meira

Opnunarathöfn Bókasýningarinnar - 11.10.2011

Formleg opnunarathöfn Bókasýningarinnar í Frankfurt fór fram 11. október, fyrir fullu húsi, þar sem Arnaldur Indriðason og Guðrún Eva Mínervudóttir töluðu fyrir hönd íslenskra rithöfunda. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ræðu fyrir hönd heiðursgestsins.

Lesa meira

22 íslenskir rithöfundar í máli og myndum - 9.10.2011

Sýningin „Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ opnar 10. október í borgarbókasafni Frankfurt. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Kristins Ingvarssonar og viðtölum Péturs Blöndal við 22 íslenska samtímahöfunda.

Lesa meira

Fornir tónar í bland við nýja í Frankfurt - 8.10.2011

Valgeir Sigurðsson, amiina,  Íslenski  dansflokkurinn, Mótettukórinn og píanókvartett með Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel í fararbroddi eru meðal flytjenda sem koma fram á viðburðum í Frankfurt á meðan á Bókasýningunni stendur.

Lesa meira

Dagur og nótt íslenskra bókmennta - 6.10.2011

Um helgina fara fram tveir stórir viðburðir í Þýskalandi tengdir íslenskum bókmenntum. Annars vegar Löng nótt íslenskra bókmennta í Köln og hins vegar Dagur íslenskra bókmennta í Berlín.

Lesa meira

„Þannig uppgötvar heimurinn stundum fjarlægar eyjar...“ - 5.10.2011

Aldrei fyrr hafa íslenskar bókmenntir fengið aðra eins athygli í Evrópu og nú, í aðdraganda Bókasýningarinnar í Frankfurt 2011.

Lesa meira

Erró í Schirn: „Portrait and Landscape“ - 5.10.2011

Tímamótasýning Errós í SCHIRN opnar 6. október. Tvær stórar myndaraðir, „Scapes“ og „Monsters“, verða sýndar.

Lesa meira

Viktor Arnar og Óttar Norðfjörð í Þýskalandi - 30.9.2011

Viktor Arnar Ingólfsson og Óttar Martin Norðfjörð hafa nýlokið vikulangri upplestrarferð um Þýskaland. Áhugi lesenda á komu höfundanna var mikill og vel var tekið á móti þeim þar sem þeir lásu.

Lesa meira

Frá torfi til steypu – íslensk byggingarlist í Frankfurt - 29.9.2011

Í Deutsches Architekturmuseum verður íslensk byggingarlist frá landnámi og fram á okkar daga í brennidepli.

Lesa meira

Bændur fljúgast á í Þýskalandi og víðar - 29.9.2011

29. september hófst Þýskalandstúr sýningarinnar „Bændur flugust á“, eða „Von den Sagas – We Survived Eyjafjallajökull“ eins og hún útleggst á þýsku.

Lesa meira

„Crepusculum“ opnar í Schirn - 28.9.2011

28. september opnaði sýningin „Crepusculum“ í Schirn Kunsthalle Frankfurt, einum virtasta sýningarstað í Þýskalandi. Þar skapar listakonan Gabríela Friðriksdóttir einstæða umgjörð um átta íslensk fornhandrit.

Lesa meira

Ísland í Frankfurt - dagskrá - 27.9.2011

Mikill fjöldi viðburða tengdir Íslandi verður á dagskrá á meðan Bókasýningunni stendur.

Lesa meira

Jón Kalman fær sænsk bókmenntaverðlaun - 19.9.2011

Jón Kalman Stefánsson hlýtur í ár sænsk bókmenntaverðlaun kennd við rithöfundinn Per Olov Enquist. Harmur englanna er komin út á sænsku, frönsku og þýsku.

Lesa meira

Íslensk hönnun í Frankfurt - 19.9.2011

22. september hófst sýning helguð íslenskri hönnun í helsta hönnunarsafni Frankfurt, Museum für Angewandte Kunst, þar sem um 60 íslenskir hönnuðir sýna vörur sínar.

Lesa meira

Fjölsótt og glæsileg kynning Íslendingasagna - 19.9.2011

Höllin Corvey í Westfalen myndaði stórkostlegt svið fyrir þriggja daga kynningu Íslendingasagna. Tilefnið var útgáfa forlagsins á nýrri þýðingu Íslendingasagna í fimm bindum núna í september.

Lesa meira

Bókmenntahátíð ber að dyrum - 5.9.2011

Bókmenntahátíð Reykjavíkur verður haldin í tíunda sinn 7. til 11. september. Þema hátíðarinnar í ár er norrænn sagnaarfur, lifandi samtímabókmenntir.

Lesa meira

Íslendingasögur í Corvey - 5.9.2011

Í tilefni af útkomu nýrrar heildarþýðingar Íslendingasagna á þýsku verður blásið til alþjóðlegrar ráðstefnu í klaustrinu Corvey, í Þýskalandi, þann 15. september.

Lesa meira

Bloggað um Ísland og Þýskaland - 1.9.2011

Nýtt þýsk-íslenskt blogg Bókasýningarinnar í Frankfurt veltir fyrir sér tengslum og sérkennum þjóðanna tveggja.

Lesa meira

Myrkt bókmenntakonfekt á dönsku - 24.8.2011

Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, fær stórgóða dóma í Danmörku.

Lesa meira

Opnanir í Frankfurter Kunstverein - 18.8.2011

Tvær listsýningar opnuðu þann 18. ágúst í samtímalistasafninu Frankfurter Kunstverein í tilefni af heiðursári Íslands í Frankfurt.

Lesa meira

Reykjavík útnefnd Bókmenntaborg UNESCO - 5.8.2011

Reykjavíkurborg hefur verið útnefnd ein af Bókmenntaborgum UNESCO. „Þetta er mikill heiður fyrir Reykjavík,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri.

Lesa meira

Blaðamannafundur í Þjóðmenningarhúsinu - 4.8.2011

Sögueyjan Ísland kynnti þá umfangsmiklu bókmenntakynningu og menningardagskrá sem fram fer í Þýskalandi um þessar mundir á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu.

Lesa meira

Atómljóð á þýsku - 2.8.2011

Nýlega kom út í Þýskalandi metnaðarfullt bindi þýska bókmenntatímaritsins die horen helgað atómskáldunum íslensku.

Lesa meira

Ljóðasetur Íslands - 15.7.2011

Miðstöð íslenskrar ljóðlistar opnuð á Siglufirði við hátíðlega athöfn.

Lesa meira

Þorsteinn frá Hamri gefinn út í Þýskalandi - 11.7.2011

Út er komið í Þýskalandi ljóðasafnið Jarðarteikn – Erdzeichen, tvítyngt úrval ljóða eftir skáldið Þorstein frá Hamri.

Lesa meira

Ferðaþjónustan gengur til liðs við Sögueyjuna - 30.6.2011

Katla Travel og Sögueyjan Ísland hafa undirritað samning um aðkomu ferðaskrifstofunnar að þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Lesa meira

Á Njáluslóð - 29.6.2011

Ferðaskrifstofan Riding Iceland skipuleggur hestaferðir um söguslóðir Njálu. „Öll okkar sem vorum í þessari ferð eigum eftir að lesa söguna allt öðruvísi héðan í frá,“ segir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og fararstjóri.

Lesa meira

Sögueyjan og Actavis gera samstarfssamning - 23.6.2011

Á fundi með fulltrúum fjölmiðla í morgun var kynntur umfangsmikill samstarfssamningur Sögueyjunnar og Actavis.

Lesa meira

Blóðdropinn til Yrsu - 22.6.2011

Yrsa Sigurðardóttir hreppti Blóðdropann, bókmenntaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir hrollvekjuna Ég man þig. Bókin verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2011.

Lesa meira

Íslensk barnabókahátíð í Köln - 17.6.2011

Þann 18. júní hófst íslensk barna- og unglingabókahátíð í Köln, Þýskalandi. Sex íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og spjalla við börn og unglinga í fleiri en 30 skólum og bókasöfnum borgarinnar næstu tvær vikurnar.

Lesa meira

Dagur íslenskrar ljóðlistar - 8.6.2011

8. júní var haldinn

Dagur íslenskrar ljóðlistar“ í tíu bókmenntahúsum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss með fjölbreyttri dagskrá þar sem íslensk skáld munu lesa víða.

Lesa meira

Blaðamannafundur í Frankfurt - 7.6.2011

Menningardagskrá Sögueyjunnar á Bókasýningunni í Frankfurt kynnt fyrir þýskum blaðamönnum.

Lesa meira

Íslenskar bókmenntir í Peking - 26.5.2011

Íslenskar bókmenntir voru í fyrirrúmi á fundi með Pekingháskóla þar sem heiðursþátttaka Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt var kynnt.

Lesa meira

„Bændur flugust á“ á Listahátíð - 25.5.2011

Ljóða-, leikhús-, sagna- og tónlistarsýningin „Bændur flugust á“ á Listahátíð í Reykjavík. Sex listamenn velta fyrir sér sagnaarfinum og þjóðardrambi Íslendinga í Tjarnarbíói.

Lesa meira

Nýr íslenskur kvikmyndavefur - 19.5.2011

Nýr íslenskur vefur, Icelandic Cinema Online, opnar formlega 23.maí. Hann leggur áherslu á fjölbreytt íslenskt kvikmyndaefni, bíómyndir, heimildarmyndir, sjónvarpsþætti og stuttmyndir.

Lesa meira

Listin borin alla leið - 19.5.2011

Icelandair Cargo hefur gengið til liðs við Sögueyjuna og gerst einn af styrktaraðilum verkefnisins. Icelandair Cargo mun sjá um flutning á listaverkum fyrir Sögueyjuna í haust.

Lesa meira

Steinunn Sigurðardóttir á frönsku - 16.5.2011

Steinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi.

Lesa meira

Afleggjarinn verðlaunaður - 16.5.2011

Skáldsagan Afleggjarinn, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hlaut nýlega kanadísku bókmenntaverðlaunin Prix des libraires du Québec sem besta erlenda skáldsagan.

Lesa meira

Rökkurbýsnir í TLS - 5.5.2011

Rithöfundurinn Sjón stenst samanburð við sjálft Nóbelsskáldið Halldór Laxness samkvæmt nýlegum ritdómi um Rökkurbýsnir í Times Literary Supplement.

Lesa meira

Crepusculum Gabríelu - 4.5.2011

„Þetta er eins og að handleika múmíur frá British Museum. Þetta eru sálnahulstur, sem urðu til á ákveðnum tíma í Íslandssögunni,“ segir Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður um sýningu sína Crepusculum í Frankfurt í september.

Lesa meira

Þór á hvíta tjaldinu - 28.4.2011

Þrumuguðinn Þór, eitt lífseigasta goð heiðninnar, fer mikinn í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Hann er í aðalhlutverki í fyrsta Hollywoodtrylli sumarsins og í dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar Þór í heljargreipum.

Lesa meira

Gluggi til Færeyja - 19.4.2011

Sögueyjan Ísland hefur, í samvinnu við færeyska rithöfunda og útgefendur og með stuðningi færeyska menntamálaráðuneytisins, ákveðið að opna á vefsíðunni glugga til færeyskra bókmennta.

Lesa meira

Gyrðir fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs - 12.4.2011

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Lesa meira

Vinningshafar á leið til Frankfurt - 8.4.2011

Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í  „Komdu með til Frankfurt“. Þrír heppnir þátttakendur fengu ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.

Lesa meira

Öll verk Laxness á þýsku - 30.3.2011

16 bækur eftir Halldór Laxness gefnar út í Þýskalandi í tilefni Bókasýningarinnar í Frankfurt í haust. Ný kynslóð Þjóðverja kynnist Nóbelsskáldinu.

Lesa meira

Komdu með til Frankfurt - 29.3.2011

Nú fer hver að verða síðastur til að senda bókasafnið sitt til Frankfurt og fá tækifæri til að verða hluti af stærstu bókasýningu heims.

Lesa meira

Þýskir gagnrýnendur hrífast af Rökkurbýsnum - 24.3.2011

Rökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Lesa meira

Fyrirboði þess sem koma skal - 23.3.2011

Nýútkomnar bækur fimm íslenskra höfunda á þýsku trekkja að í Leipzig og víðar. Jákvæð viðbrögð gesta á bókasýningunni í Leipzig.

Lesa meira

Fjöruverðlaunin - 23.3.2011

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í fimmta sinn þann 20. mars í Iðnó. Um hundrað gestir sóttu hátíðina í þetta skiptið.

Lesa meira

Norðurlönd í heiðurssæti á bókamessunni í París - 17.3.2011

Bókamessan í París verður haldin í 31. sinn dagana 18.-21. mars. Átta íslenskir rithöfundar fylgja þar eftir nýútkomnum verkum sínum á frönsku.

Lesa meira

Fjölbreytileiki heimilisbókasafna - 15.3.2011

„Þetta er algerlega frábært verkefni,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri hjá Eymundsson, um verkefnið „Komdu með til Frankfurt“ sem haldið er á vegum Sagenhaftes Island.

Lesa meira

Ísland á bókasýningunni í Leipzig - 14.3.2011

Hápunktur bókavorsins í Þýskalandi er bókasýningin í Leipzig. Þar verða sex íslenskir höfundar á meðal gesta og fjölmargar nýjar útgáfur íslenskra bóka kynntar.

Lesa meira

Enginn er (EI)land - 10.3.2011

Laugardaginn 12. mars opnar ljósmyndasýningin (EI)land í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Sýningin er samstarfsverkefni fimm íslenskra rithöfunda og fimm pólskra ljósmyndara.

Lesa meira

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar - 10.3.2011

27. febrúar síðastliðinn voru tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, kynntar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.

Lesa meira

Styrkur úr Menningaráætlun Evrópusambandsins - 7.3.2011

Sögueyjan Ísland hefur hlotið styrk frá Menningaráætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn nemur 200.000 evrum eða ríflega 32 milljónum íslenskra króna.

Lesa meira

Íslenskar bókmenntir í Basel - 4.3.2011

Nýlega var haldið bókmenntakvöld í Literaturhaus Basel. Kynnt voru verk þeirra Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Eiríks Arnar Norðdahl.

Lesa meira

Bláa lónið styrkir Sögueyjuna - 3.3.2011

Bláa lónið styður við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Lesa meira

Thor Vilhjálmsson látinn - 2.3.2011

Thor Vilhjálmsson rithöfundur er látinn, 85 ára að aldri.

Lesa meira

Cintamani á meðal aðalstyrktaraðila - 23.2.2011

Sögueyjan Ísland og Cintamani hafa gert með sér samkomulag um að Cintamani verði einn af aðalstyrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Lesa meira

Morgunþula í stráum - 8.2.2011

„Ég er viss um að ég gæti skrifað eina bók á ári, ef ég gæti ráðið mér hjálparmann til að skrifa á tölvuna,“ segir Thor Vilhjálmsson. Skáldsaga hans Morgunþula í stráum kemur út í nýrri þýskri þýðingu með haustinu. Lesa meira

Íslensku bókmenntaverðlaunin - 2.2.2011

Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju og Sveppabókin, íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin 2010.
Lesa meira

Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur í tíunda skiptið - 31.1.2011

Steinunn Helgadóttir, myndlistarmaður og ljóðskáld, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs.

Lesa meira

79 af stöðinni í sendiráði Íslands í Berlín - 24.1.2011

Húsfyllir á fyrsta bókaupplestri á vegum Sagenhaftes Island í Berlín.

Lesa meira

Komdu með til Frankfurt! - 20.1.2011

Íslensk heimilisbókasöfn tekin með á Bókasýninguna. Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá þeir ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.

Lesa meira

Sögueyjan Ísland á Facebook - 14.1.2011

Kveðja frá Nóbelsskáldi ýtir síðunni úr vör.

Lesa meira

Fantasían ryður sér til rúms - 5.1.2011

Lítið hefur farið fyrir fantasíuskrifum hér á Íslandi. Fyrr en nú. „Á Íslandi hefur hefðin fyrir þessum bókmenntum ekki skapast og mig langar að sjá breytingu á því,“ segir Emil H. Petersen, höfundur bókarinnar Saga eftirlifenda – Höður og Baldur.

Lesa meira