Fréttir

Gleðileg jól! - 18.12.2012

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Lesa meira

Frankfurt 2011 í tölum - 18.12.2012

Sögueyjan hefur nú tekið saman nokkrar tölur sem gætu gefið mynd af umfangi heiðursþátttökunnar á Bókasýningunni í Frankfurt.

Lesa meira

Lögreglumaður með háleit markmið - 17.12.2012

„Herði finnst heimurinn vera vondur og óréttlátur staður,“ segir rithöfundurinn Stefán Máni um aðalpersónu nýjasta spennutryllisins úr smiðju hans.

Lesa meira

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2012 - 13.12.2012

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í aðalsafni Borgarbókasafns við Tryggvagötu, miðvikudaginn 12. desember.

Lesa meira

Viðbrögð úr Víðsjá á þýsku - 3.12.2012

Bók Gauta Kristmannssonar, Viðbrögð úr Víðsjá, safn greina sem byggðar eru á  bókmenntapistlum úr útvarpsþættinum Víðsjá er komin út hjá þýska forlaginu Queich.

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012 - 3.12.2012

Laugardaginn 1. desember var tilkynnt um hvaða 10 bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011.

Lesa meira

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs - 30.11.2012

Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013 fyrir Íslands hönd.

Lesa meira

Auður Ava í Normandí - 27.11.2012

Auður Ava Ólafsdóttir var nýverið gestur listahátíðarinnar Les Boréales, sem haldin er ár hvert í nóvember í Caen í Normandí, Frakklandi, og er helguð norrænum bókmenntum og listum.

Lesa meira

Íslenskir upplestrar í Þýskalandi - 20.11.2012

Rithöfundarnir Kristín Steinsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir lesa upp úr verkum sínum í Bremen og Berlín í vikunni.

Lesa meira

Bókamessa í Reykjavík - 13.11.2012

Bókmenntaumræður með menntamálaráðherra í borgarstjórnarsalnum, pólitík í matsalnum, upplestrar, ljóð og söngur á kaffihúsi, fjölbreytt barnadagskrá og allar nýjustu bækurnar. Ráðhúsið mun iða af lífi helgina 17. – 18. nóvember.

Lesa meira

Ný ævisaga Nonna - 9.11.2012

Ný ævisaga hins víðþekkta barnabókahöfundar Nonna er væntanleg. Útgáfan sætir tíðindum, því þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er í ritun á ævisögu Nonna á íslensku.
Lesa meira

Íslensku barnabókaverðlaunin - 8.11.2012

Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Hrafnsauga. Lesa meira

Skáldabekkir í bókmenntaborginni - 6.11.2012

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur tileinkað tiltekna borgarbekki í Reykjavík íslenskum skáldskap. Þar gefst vegfarendum kostur á að tylla sér niður og hlýða á upplestra með hjálp nútímatækni.

Lesa meira

Furðusögur á ferð og flugi - 18.10.2012

Rithöfundurinn Emil H. Petersen tók á dögunum þátt í ráðstefnu um fantasíur og vísindaskáldskap í Svíðþjóð. Alþjóðleg furðusagnaráðstefna í Flórída er næst á dagskrá hjá honum og annað bindi þríleiksins Saga eftirlifenda væntanlegt.

Lesa meira

Þýsk-íslensk samvinna verðlaunuð í Frankfurt - 16.10.2012

Barnabókin Frerk, du Zwerg!, eftir þýska rithöfundinn Finn-Ole Heinrich með myndskreytingum Ránar Flygenring, hlaut þýsku barnabókaverðlaunin í ár.

Lesa meira

Íslendingasögur þýddar á fjöllum - 16.10.2012

„Íslenskir rithöfundar voru eins og hálfgerðar rokkstjörnur,“ segir þýðandinn Ursula Giger um áhuga þýskumælandi lesenda á íslenskum bókmenntum á meðan á heiðursárinu í Frankfurt stóð.

Lesa meira

Ísland í Frankfurt 2012 - 8.10.2012

Eitt ár er nú liðið frá því Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Sú heimilislega stemning sem ríkti heiðursskálanum í fyrra verður endursköpuð í smærri mynd á íslenska standinum í ár.

Lesa meira

LoveStar og Blái hnötturinn Vestanhafs - 2.10.2012

Tvær bækur Andra Snæs Magnasonar eru væntanlegar hjá bandaríska forlaginu Seven Stories Press. Þær hafa nú báðar hlotið stjörnum prýdda dóma í tímariti útgefenda þar í landi, Publishers Weekly.

Lesa meira

Bókasýningin í Gautaborg - 24.9.2012

Bókasýningin í Gautaborg verður haldin 27.-30 september, en hún er á meðal mikilvægustu bókmenntaviðburða í Evrópu ár hvert. Í ár verða Norðurlöndin í brennidepli og munu fjölmargir íslenskir rithöfundar koma fram og kynna verk sín.

Lesa meira

Jón Kalman í Ítalíu - 12.9.2012

„Á Ítalíu er ástríða fyrir bókmenntum,“ segir rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson sem er nýlentur eftir að hafa tekið þátt í Bókmenntahátíðinni í Mantova á Ítalíu þar sem hann var á meðal hundrað annarra höfunda. 

Lesa meira

Að lifa sig sterkt inn í tvö tungumál - 5.9.2012

Þýðendur máttu hafa sig alla við að koma íslenskum bókmenntum í þýskan búning á heiðursárinu í Frankfurt. Sögueyjan ræddi við þýðandann Richard Kölbl um hvað hafi staðið upp úr á árinu.

Lesa meira

Íslenskir rithöfundar á erlendri grundu - 23.8.2012

Íslenskar bókmenntir eru víða áberandi á erlendum vettvangi um þessar mundir. Íslenskir rithöfundar hafa komið töluvert við sögu  á bókmenntahátíðinni í Edinborg. Það styttist einnig í bókasýninguna í Gautaborg, þar sem átta íslenskir rithöfundar munu koma fram.

Lesa meira

Bókmenntaviðburðir á Menningarnótt - 16.8.2012

Menningarnótt verður haldin í sautjánda sinn þann 18. ágúst. Menningarlíf borgarinnar tekur við það mikinn fjörkipp á og verður hægt að velja úr fjölbreyttum bókmenntaviðburðum í miðborg Reykjavíkur.

Lesa meira

Auður Ava tilnefnd til franskra bókmenntaverðlauna - 3.8.2012

Óútkomin frönsk þýðing skáldsögunnar Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur var nýverið tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna Prix du Roman Fnac.

Lesa meira

Dulræn saga úr hversdagslífinu - 3.5.2012

„Bónusstelpan er sprottin upp úr hversdagslífinu,“ segir Ragna Sigurðardóttir um skáldsögu sína, Bónusstelpuna. Bókin er byggð á ríkum grunni trúar á dulræn málefni hér á landi.

Lesa meira

Hollensk þýðing Snorra-Eddu verðlaunuð - 3.5.2012

Þýðandinn Marcel Otten hlaut nýverið hollensk þýðingarverðlaun fyrir þýðingu sína á Snorra-Eddu. Verðlaunin eru veitt þýðingum sem þykja skara fram úr á hollenskum bókamarkaði.

Lesa meira

Húslestrar á Listahátíð 2012 - 18.4.2012

Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra á Listahátíð í Reykjavík. Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku

Lesa meira

Kristín Ómarsdóttir mærð í Vesturheimi - 18.4.2012

„Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta,“ segir bandarískur gagnrýnandi um nýútkomna enska þýðingu skáldsögunnar Hér.

Lesa meira

Útrásin sem tókst? – Málþing í Norræna húsinu - 16.4.2012

Föstudaginn 20. apríl verður haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af viku bókarinnar.

Lesa meira

Rökkurbýsnir í lokaúrvali breskra bókmenntaverðlauna - 13.4.2012

Ensk þýðing skáldsögunnar Rökkurbýsnir eftir Sjón hefur komist í lokaúrval bresku bókmenntaverðlaunanna Independent Foreign Fiction Prize.

Lesa meira

Gyrðir tilnefndur til Jean Monnet-verðlaunanna í Frakklandi - 13.4.2012

Í vikunni var tilkynnt hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Jean Monnet bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

Lesa meira

Jón Kalman tilnefndur til ítalskra bókmenntaverðlauna - 12.4.2012

Jón Kalman Stefánsson hefur verið tilnefndur til  hinna virtu ítölsku bókmenntaverðlauna Premi Bottari Lattes Grinzane.

Lesa meira

Íslenskur teiknari tilnefndur til Þýsku barnabókaverðlaunanna - 20.3.2012

Barnabókin Frerk, du Zwerg!, með myndskreytingum Ránar Flygenring, hefur verið tilnefnd til Þýsku barnabókaverðlaunanna.

Lesa meira

Sögueyjan hlýtur gullverðlaun þýska bókamarkaðarins - 16.3.2012

Sögueyjan fær þýsku bókamarkaðsverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bókasýningunni í Leipzig.

Lesa meira

Einar Már fær „litla Nóbelinn“ - 16.3.2012

Sænska akademían hefur tilkynnt að Einar Már Guðmundsson fái Norrænu bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framlag sitt til bókmennta. Lesa meira

Sögueyjan á Bókasýningunni í Leipzig - 14.3.2012

Bókasýningin í Leipzig, vorboði bókaársins í Þýskalandi, hefst  15. mars. Sem fyrr verða þar íslenskar bókmenntir áberandi en sex íslenskir höfundar taka þátt í sýningunni í ár.

Lesa meira

Heimildarþáttur á RÚV - 29.2.2012

Sunnudaginn 4. mars verður sýndur á RÚV heimildarþáttur Þorsteins J. um þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Lesa meira

Heiðursskálinn verðlaunaður - 27.2.2012

Heiðursskáli Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt viðburður ársins á Lúðrahátíð ÍMARK.

Lesa meira

Fjöruverðlaunin afhent - 20.2.2012

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Iðnó sunnudaginn 19. febrúar.

Lesa meira

Frankfurt verkefninu fylgt eftir með stuðningi íslenskra fyrirtækja - 17.2.2012

Árangur sem náðst hefur við útbreiðslu íslenskra bókmennta festur í sessi. Sögueyjan lætur að sér kveðja á bókasýningum í vor.

Lesa meira

Mikil fjölmiðlaumfjöllun á heiðursárinu - 7.2.2012

Feiknamikil umfjöllun í þýskum fjölmiðlum í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Samanlagt verðgildi nam um það bil þremur milljörðum íslenskra króna.

Lesa meira

Stór saga í lítilli bók - 6.2.2012

„Ég er maður hinna smáu forma og smásagnasveigur er einstaklega heillandi form,“ segir Guðmundur Andri Thorsson þegar hann er spurður út í nýjustu bók sína, Valeyrarvalsinn, sem hlotið hefur mikið lof lesenda og gagnrýnenda.

Lesa meira

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011 - 26.1.2012

Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson sagnfræðingur verðlaunuð fyrir bækur sínar Allt með kossi vekur og Jón forseti allur?.

Lesa meira

Ljóðstafur Jóns úr Vör - 26.1.2012

Hallfríður J. Ragnheiðardóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt „Triptych“ í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs.

Lesa meira

Fagurfræði Guðbergs á ensku - 25.1.2012

Bók Birnu Bjarnadóttur, Holdið hemur andann: um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar, kemur út í enskri þýðingu í febrúar.

Lesa meira

Einar Kárason og Gerður Kristný í Kaupmannahöfn - 23.1.2012

Næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20 munu rithöfundarnir Einar Kárason og Gerður Kristný lesa upp úr og ræða verk sín á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Lesa meira