Fréttir

Jóla- og nýárskveðjur frá Miðstöð íslenskra bókmennta - 17.12.2013

Miðstöð íslenskra bókmennta sendir þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Lesa meira

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2013 - 12.12.2013

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 14. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni 11. desember síðastliðinn. Mánasteinn eftir Sjón þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.

Lesa meira

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2013 - 11.12.2013

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur. 

Lesa meira

Bettý og Afleggjarinn á meðal sjö bóka í sérstakri seríu metsölubóka í Frakklandi, POINTS D'OR - 10.12.2013

Verkin sjö eiga það sameiginlegt að vera metsölubækur og hafa áður selst í yfir 300.000 eintökum í Frakklandi. 

Lesa meira

Heildaryfirlit styrkja 2013.  - 9.12.2013

Síðari úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku liggur nú fyrir sem og heildarúthlutun styrkja 2013, Lesa meira

Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta á árinu - 6.12.2013

Fyrsta starfsár Miðstöðvar íslenskra bókmennta er senn á enda og hefur stjórn miðstöðvarinnar nú úthlutað öllum styrkjum yfirstandandi árs.

Lesa meira
Audur_j

Bækurnar Illska og Ósjálfrátt tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 - 5.12.2013

Fulltrúar hvers lands í dómnefnd hafa nú tilnefnt 13 verk til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014. 

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2013 - 29.11.2013

Fimm verk tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í nýjum flokki barna- og unglingabóka.

Lesa meira

Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - 22.11.2013

Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkjur laugardag og sunnudag frá kl. 12-18.

Lesa meira

Tíu íslenskir rithöfundar og skáld á bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales í Caen í Frakklandi - 22.11.2013

ísland og Litháen eru í brennidepli á hátíðinni í ár. Fjöldi íslenskra rithöfunda taka þátt í dagskrá hátíðarinnar þar á meðal Steinunn Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson og Bergsveinn Birgisson.

Lesa meira

Skáld í skólum: Mannætugeimverur og einræðisherrar á pissupottum - 22.11.2013

Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Hildur Knútsdóttir heimsóttu grunnskóla á Vestfjörðum og Snæfellsnesi.

Lesa meira

Jórunn Sigurðardóttir hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar - 18.11.2013

Jórunn Sigurðardóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2013 fyrir framúrskarandi umfjöllun um íslenskar og erlendar bókmenntir í Ríkisútvarpinu.

Lesa meira

Nýútkomnar og væntanlegar íslenskar bækur erlendis - 12.11.2013

Yfirlit yfir útgáfur á íslenskum bókum í erlendum þýðingum í 29 löndum.

Lesa meira

Bókasýningin í Frankfurt 2013 - 21.10.2013

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókasýningunni í Frankfurt og fundaði þar með fjölda alþjóðlegra útgefenda og kynningaraðila.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki á íslensku - 21.10.2013

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
YAIC-logo

YAIC 2013 í Bíó Paradís 28. – 30. október - 21.10.2013

Ráðstefna þar sem saman koma fulltrúar skapandi greina og ræða spennandi nýjungar og skörun greinanna.

Lesa meira

Bókalíf í borginni í október - 21.10.2013

Lestrarhátíð í Reykjavík í október – Ljóð í leiðinni.

Iceland Airwords á Iceland Airwaves í Kaldalónssal Hörpu 31. október.

Lesa meira

Þýðingastyrkir á íslensku - 12.10.2013

Auglýst er eftir umsóknum um þýðingarstyrki á íslensku. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember nk.

Lesa meira

ORT af orði - 4.10.2013

Málþing um ljóðaþýðingar í Norræna húsinu, miðvikudagurinn 9. október kl. 10-12.

Lesa meira

Verðlaun Norðurlandaráðs 2013 tilkynnt í Osló 30. október næstkomandi - 4.10.2013

Norrænu barna- og unglingabókaverðlaunin verða nú afhent í fyrsta skipti. Tvær íslenskar bækur er tilnefndar, Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal og Ólíver eftir Birgittu Sif.

Lesa meira

"Books from Iceland" - 20 bóka listinn - 4.10.2013

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman lista yfir 20 bækur sem komu út árið 2012 og kynntar verða á bókasýningum erlendis.

Lesa meira

Aldrei fleiri þýðingar á erlend mál - 3.10.2013

Árangursrík bókmenntakynning erlendis á síðustu árum hefur skilað sér í mikilli aukningu á þýðingum íslenskra verka á erlend mál.

Lesa meira

Dvalarstyrkir þýðenda 2014 - 18.9.2013

Miðstöð íslenskra bókmennta og Rithöfundasamband Íslands auglýsa til umsóknar dvalarstyrki til þýðenda íslenskra bókmennta fyrir árið 2014. 

Lesa meira
YAIC-logo

YAIC - You are in Control ráðstefnan haldin í sjötta sinn 28. – 30. október - 18.9.2013

Alþjóðlega ráðstefnan YAIC - You Are in Control verður haldin í sjötta sinni dagana 28. – 30. október í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin dagana fyrir hina geysivinsælu tónlistarhátíð Icelandic Airwaves. 

Lesa meira
Arnaldur-Indridason

Arnaldur Indriðason hlýtur spænsku RBA glæpasagnaverðlaunin - 18.9.2013

(premio RBA de novela negra). Íslenskar glæpasögur eru í mikilli sókn og eru nú þýddar á yfir 40 tungumál.

Lesa meira
Bókmenntahatid-hofundar

Hundruð erlendra rithöfunda sóttu Reykjavík heim í síðustu viku - 18.9.2013

Vikuna 8. – 15. september var mikil bókmenntaveisla í Reykjavík sem hófst með heimsþingi PEN og lauk með Bókmenntahátíð í Reykjavík síðastliðinn sunnudag.

Lesa meira

Styrkir á fyrri hluta árs 2013 - 9.7.2013

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið við hlutverki og skuldbindingum fyrirrennara síns Bókmenntasjóðs sem áður útdeildi stykjum til útgáfu, þýðinga og kynninga á íslenskum verkum á Íslandi og erlendis.
Lesa meira

Starf Miðstöðvar íslenskra bókmennta á fyrri hluta árs 2013 - 9.7.2013

Það sem af er árinu 2013 hafa starfsmenn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sótt bókamessur í Leipzig í Þýskalandi og London sem hluta af eftirfylgni við Sögueyjuverkefnið og til að viðhalda tengslum sem stofnað hafði verið til.
Lesa meira

Ný skrifstofa, netfang, vefsíða, Twitter og Facebook - 9.7.2013

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta flutti í nýtt húsnæði 1. júlí síðastliðinn og mun framvegis deila húsnæði meðKvikmyndamiðstöð Íslands að Hverfisgötu 54 í Reykjavík. Ný vefsíða og vefslóð er komin í loftið auk þess sem nýtt netfang hefur verið tekið í notkun: islit@islit.is. Einnig er hægt að finna Miðstöðina á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter.

Lesa meira

Ísland og Litháen í fókus á Les Boréales í nóvember - 9.7.2013

Hópur íslenskra rithöfunda og myndlistar-, tónlistar- og kvikmyndagerðarfólks hefur verið boðinn á frönsku bókmennta- og menningarhátíðina Les Boréales í Caen í Frakklandi í nóvember. Lesa meira

Erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík - 9.7.2013

Miðstöð íslenskra bókmennta kemur að skipulagningu kynningarferðar erlendra blaðamanna á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september næstkomandi.

Lesa meira

Nýr kynningarlisti fyrir bókamessur haustsins - 9.7.2013

Á meðal verkefna Miðstöðvar íslenskra bókmennta í haust er að taka saman kynningarlista yfir nýleg íslensk verk sem talin eru eiga sérstakt erindi við erlenda lesendur og útgefendur.

Lesa meira

Nýr kynningarlisti, bókamessur, Bókmenntahátíðir í Reykjavík og Caen í Frakklandi á meðal verkefna í haust - 3.7.2013

Nýr kynningarlisti, erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík, bókamessur í Gautaborg og Frankfurt og íslenskir rithöfundar og listamenn í brennidepli á frönsku bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales eru meðal bókmenntakynningaverkefna og -viðburða sem Miðstöð íslenskra bókmennta kemur að í haust.

Lesa meira

Bókmenntakynning á Íslandi - 3.7.2013

Bókasýningin The Art of Being Icelandic var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn. Í tengslum við sýninguna verður einnig dagskrá í Munnhörpunni í Hörpu í hádeginu á hverjum fimmtudegi í júlí þar sem íslenskir rithöfundar segja frá verkum sínum. Dagskráin er á ensku.

Lesa meira

Bókmenntir sögueyjunnar í forgrunni í Ráðhúsinu í júlí. Stemningin í Frankfurt 2011 rifjuð upp - 24.6.2013

Borgarstjóri opnaði sýninguna "The Art of Being Icelandic" í Tjarnarsal Ráðhússins í dag, föstudaginn 28. júní 

Lesa meira

Nýræktarstyrkir afhentir í sjötta sinn. Fjórir styrkir veittir að þessu sinni - 3.6.2013

Vince Vaughn í skýjunum, Crymogæa, Leyniregla Pólybíosar og Innvols, safn ljóða, smásagna og prósa hljóta Nýræktarstyrki 2013

Lesa meira

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs - 3.6.2013

Tilkynnt hefur verið hvaða bækur hafa verið tilnefndar til hinna nýstofnuðu verðlauna. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í ár.

Lesa meira

Útgáfustyrkir og fyrri úthlutun þýðingastyrkja 2013 - 3.6.2013

42 útgáfuverkefni og 15 þýðingar á íslensku fengu styrki að þessu sinni, samtals tæpar 28 milljónir. Síðari úthlutun þýðingastyrkja er 15. nóvember.

Lesa meira

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar útgáfustyrkjum 2013 - 3.6.2013

Bækur um torfhús, málshætti og galdraskræður auk rafrænna tímarita eru meðal þeirra sem hljóta útgáfustyrki.

Lesa meira
Sigtryggur Magnason

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki 2013 - 5.4.2013

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl næstkomandi.

Lesa meira

Gerður Kristný, Hallgrímur og Kristín Ómarsdóttir á Nordic Cool - 6.3.2013

... norrænu menningarhátíðinni sem haldin er þessa dagana í Kennedy Center í Washington D.C.

Lesa meira

Auglýst eftir styrkumsóknum - 1.3.2013

Útgáfu - og þýðingastyrkir
Umsóknarfrestur 22. mars 2013
Umsóknareyðublöð eru hér
Lesa meira

Fjöruverðlaunin 2013 - 24.2.2013

Auður Jónsdóttir tók í dag á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Steinunn Kristjánsdóttir í flokki fræðibóka og Þórdís Gísladóttir í flokki barna- og unglingabóka.

Lesa meira

Miðstöð íslenskra bókmennta stofnuð  - 11.2.2013

Viðtal við stjórnarformanninn Hrefnu Haraldsdóttur sem birtist í blaðinu 11. febrúar 2013. 

Lesa meira

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í 24. sinn - 6.2.2013

Verðlaunahafar: Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Illsku og Gunnar F. Guðmundsson fyrir Pater Jón Sveinsson - Nonni.

Lesa meira

Miðstöð íslenskra bókmennta - 4.2.2013

Bókmenntasjóður og Sögueyjan Ísland sameinuð.

Lesa meira