Fréttir

Gleðileg jól! - 22.12.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta sendir jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.   Lesa meira

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014 - 18.12.2014

Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Lesa meira

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum - 11.12.2014

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

Lesa meira

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 – bókmenntaverðlauna kvenna - 5.12.2014

 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar fimmtudaginn 4. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. 

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014 - 2.12.2014

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Lesa meira

Heildarlestur samsvarar átta árum. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu.  - 17.11.2014

Nú liggja fyrir úrslitin í Allir lesa, landsleik í lestri. 4.236 manns í 326 liðum skráðu lestur upp á um 70.000 klukkustundir. Það samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Íslandsmeistarar í lestri lásu í yfir 5 sólarhringa að meðaltali á keppnistímanum. Tvö sigurlið koma úr Reykjanesbæ og Vestmannaeyingar lásu mest allra sveitarfélaga. Konur lásu þrisvar sinnum meira en karlar og börn undir 15 ára lásu langmest.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku - 11.11.2014

Markmiðið er að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Lesa meira

Edward Nawotka hélt vel heppnaða vinnustofu um ritlist og útgáfu í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta  - 11.11.2014

Edward Nawotka, stofnandi og ritstjóri nettímaritsins Publishing Perspectives, var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni You are in Control (YAIC) sem haldin var í Bíó Paradís í Reykjavík í síðustu viku. Lesa meira

ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri - 11.11.2014

Nú líður að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is Lesa meira

Aldrei fleiri styrkir til þýðinga á erlend mál - 11.11.2014

Himnaríki og helvíti, LoveStar, Mánasteinn og Skaparinn meðal verka sem verða þýdd. Styrkupphæðin í ár nemur 19 milljónum króna. Lesa meira
Síða 1 af 4