Fréttir

Sumarlokun skrifstofunnar á Hverfisgötu - 25.6.2014

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta á Hverfisgötu 54 verður lokuð vegna sumarleyfa frá 3. júlí til 1. ágúst. 

Lesa meira

Gleðileg jól! - 22.12.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta sendir jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.   Lesa meira

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014 - 18.12.2014

Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Lesa meira

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum - 11.12.2014

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

Lesa meira

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 – bókmenntaverðlauna kvenna - 5.12.2014

 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar fimmtudaginn 4. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. 

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014 - 2.12.2014

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Lesa meira

Heildarlestur samsvarar átta árum. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu.  - 17.11.2014

Nú liggja fyrir úrslitin í Allir lesa, landsleik í lestri. 4.236 manns í 326 liðum skráðu lestur upp á um 70.000 klukkustundir. Það samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Íslandsmeistarar í lestri lásu í yfir 5 sólarhringa að meðaltali á keppnistímanum. Tvö sigurlið koma úr Reykjanesbæ og Vestmannaeyingar lásu mest allra sveitarfélaga. Konur lásu þrisvar sinnum meira en karlar og börn undir 15 ára lásu langmest.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku - 11.11.2014

Markmiðið er að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Lesa meira

Edward Nawotka hélt vel heppnaða vinnustofu um ritlist og útgáfu í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta  - 11.11.2014

Edward Nawotka, stofnandi og ritstjóri nettímaritsins Publishing Perspectives, var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni You are in Control (YAIC) sem haldin var í Bíó Paradís í Reykjavík í síðustu viku. Lesa meira

ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri - 11.11.2014

Nú líður að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is Lesa meira

Aldrei fleiri styrkir til þýðinga á erlend mál - 11.11.2014

Himnaríki og helvíti, LoveStar, Mánasteinn og Skaparinn meðal verka sem verða þýdd. Styrkupphæðin í ár nemur 19 milljónum króna. Lesa meira

Frábær byrjun á Allir lesa - mikill fjöldi liða þegar skráður til leiks - 14.10.2014

Það er skemmst frá því að segja að móttökurnar hafa verið vonum framar, og fyrstu tvo dagana skráðu vel á annað hundrað lið sig á vefinn.

Lesa meira

www.allirlesa.is kominn í loftið - 10.10.2014

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, því með því væri það undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesa alls staðar.

Lesa meira

Bókasýningin í Frankfurt er haldin dagana 8.-12. október - 18.9.2014

Bókasýninguna í Frankfurt sækja árlega um 300.000 gestir, en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar. Íslenski básinn í Frankfurt er númer 5.0 A63.

Lesa meira

Fylgist með fréttum frá okkur á Facebook og Twitter! - 18.9.2014

Fylgist með fréttum frá Miðstöð íslenskra bókmennta á Facebook og Twitter.

Lesa meira

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið - 18.9.2014

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík. Skrifstofan hefur umsjón með verðlaununum í samstarfi við norræna dómnefnd þeirra.

Lesa meira

Næstu umsóknarfrestir: Þýðingar á íslensku og dvalarstyrkir þýðenda - 18.9.2014

Næstu frestir til umsókna um styrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta renna út 1. október fyrir dvalarstyrki þýðenda og 15. nóvember fyrir styrki til þýðinga á íslensku.

Lesa meira

ALLIR LESA, landsleikur í lestri – skráning hafin á allirlesa.is - 18.9.2014

Markmiðið með leiknum er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta þess sem lesturinn færir hverjum og einum. Leiknum er ætlað að hvetja þá sem lesa til að lesa enn meira og hina sem lesa lítið eða ekki neitt, að hefja lesturinn.

Lesa meira

Bókamessan í Gautaborg hefst á fimmtudaginn  - 18.9.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í Bok & bibliotek – Bókamessunni í Gautaborg sem haldin er dagana 25. – 28. september. Bókamessan í Gautaborg á stórafmæli um þessar mundir en þetta verður í 30. skiptið sem messan er haldin og þetta er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.

Lesa meira

Kvíðasnillingarnir, Plan B, Stálskip og Úlrika Jasmín hlutu Nýræktarstyrki 2014 - 26.6.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti fjórum nýjum höfundum, þeim Uglu Egilsdóttur, Sverri Norland, Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur og Atla Sigþórssyni, Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra. 

Lesa meira

Átak í því skyni að fjölga þýðingum á norræn tungumál   - 26.6.2014

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Lesa meira

Styrkveitingar Miðstöðvar íslenskra bókmennta á fyrri hluta árs 2014 - 26.6.2014

Auk útgáfu- og þýðingastyrkja innanlands og utan hafa smærri styrkir verið veittir til þýðinga á kynningarköflum úr íslenskum verkum og vegna kynningarferða íslenskra höfunda erlendis.

Lesa meira

Fimm íslenskir höfundar á bókasýningunni í Gautaborg í ár - 25.6.2014

Sem hluti af Norðurlandaátaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg í Svíþjóð næstu þrjú árin. 

Lesa meira

Plan B, Stálskip, Úlrika Jasmín og Kvíðasnillingarnir hljóta Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2014 - 27.5.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýverið fjórum nýjum höfundum þeim Uglu Egilsdóttur, Sverri Norland, Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur og Atla Sigþórssyni, Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra.

Lesa meira

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2014 tilkynntir 27. maí - 23.5.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita fjóra Nýræktarstyrki í ár. Tilkynnt verður hverjir hljóta styrkina í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, þriðjudaginn 27. maí kl. 16:00.

Lesa meira

Sókn íslenskra bókmennta á Norðurlöndum - 22.5.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur undanfarin misseri staðið fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Lesa meira

Norðurlandaátak hefst  - 9.5.2014

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. Á meðal þess sem átakið felur í sér eru sérstakar kynningar í samstarfi við sendiráð Íslands á Norðurlöndum. Í dag 14. maí er kynning í Stokkhólmi.

Lesa meira

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum - 7.5.2014

Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku.

Lesa meira

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar útgáfustyrkjum 2014 - 2.5.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl.  Alls bárust að þessu sinni 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum og var sótt um 53 milljónir króna. 15 milljónum var úthlutað til 31 útgáfuverkefnis.

Lesa meira

Fylgið okkur á Facebook og Twitter - 1.4.2014

Facebook: www.facebook.com/islit.is

Twitter: twitter.com/IceLitCenter

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Nýræktarstyrki 2014 - 1.4.2014

Umsóknarfrestur rennur út 22. apríl 2014

Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda.

Lesa meira

Bókasýningin í London - 31.3.2014

Earls Court iðaði af lífi dagana 8. – 10. apríl á meðan Bókasýningin í London stóð yfir. Líkt og í fyrra, leiddu Norðurlöndin saman hesta sína og stóðu að sameiginlegum bás á Bókasýningunni í London í ár.


Lesa meira

Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 - 26.3.2014

Dómnefndin kynnti þau 13 verk sem tilnefnd eru til nýstofnaðra Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á alþjóðlegu barnabókamessunni í Bologna.

Lesa meira

Tvær íslenskar skáldsögur tilnefndar til Independent foreign fiction prize - 10.3.2014

Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson eru á meðal 15 verka sem tilnefnd eru á „langan lista“ til hinna virtu bresku bókmenntaverðlauna Independent Foreign Fiction Prize 2014.

Lesa meira

Bókasýningin í Leipzig 2014 - 10.3.2014

Bókasýningin í Leipzig var haldin dagana 13. - 16. mars. Bókasýningin er einskonar vorboði bókaársins í Þýskalandi. Rithöfundarnir Gerður Kristný, Guðrún Helgadóttir og Steinunn Sigurðardóttir voru áberandi í ár. Norræni básinn var í Halle 4, C403.

 

Lesa meira

Blásið til sóknar íslenskra bókmennta á Norðurlöndum - 10.2.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta stendur fyrir átaki á Norðurlöndum í þeim tilgangi að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Lesa meira

Síðasti skiladagur fyrir umsóknir um útgáfu- og þýðingastyrki er mánudagurinn 17. mars. - 8.2.2014

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Öllum gögnum ber að skila til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Hverfisgötu 54, 2. hæð.

Lesa meira

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í 25. sinn - 30.1.2014

 Í nýjum flokki barna- og unglingabóka hlaut Andri Snær Magnason verðlaunin fyrir skáldsöguna Tímakistan, í flokki fagurbókmennta hlaut Sjón verðlaunin fyrir skáldsöguna Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til og Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina.

Lesa meira