Fréttir: 2014 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

18. september, 2014 Fréttir : ALLIR LESA, landsleikur í lestri – skráning hafin á allirlesa.is

Markmiðið með leiknum er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta þess sem lesturinn færir hverjum og einum. Leiknum er ætlað að hvetja þá sem lesa til að lesa enn meira og hina sem lesa lítið eða ekki neitt, að hefja lesturinn.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Bókamessan í Gautaborg hefst á fimmtudaginn 

Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í Bok & bibliotek – Bókamessunni í Gautaborg sem haldin er dagana 25. – 28. september. Bókamessan í Gautaborg á stórafmæli um þessar mundir en þetta verður í 30. skiptið sem messan er haldin og þetta er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.

Nánar

26. júní, 2014 Fréttir : Kvíðasnillingarnir, Plan B, Stálskip og Úlrika Jasmín hlutu Nýræktarstyrki 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti fjórum nýjum höfundum, þeim Uglu Egilsdóttur, Sverri Norland, Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur og Atla Sigþórssyni, Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra. 

Nánar

26. júní, 2014 Fréttir : Átak í því skyni að fjölga þýðingum á norræn tungumál  

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Nánar

26. júní, 2014 Fréttir : Styrkveitingar Miðstöðvar íslenskra bókmennta á fyrri hluta árs 2014

Auk útgáfu- og þýðingastyrkja innanlands og utan hafa smærri styrkir verið veittir til þýðinga á kynningarköflum úr íslenskum verkum og vegna kynningarferða íslenskra höfunda erlendis.

Nánar

25. júní, 2014 Fréttir : Fimm íslenskir höfundar á bókasýningunni í Gautaborg í ár

Sem hluti af Norðurlandaátaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg í Svíþjóð næstu þrjú árin. 

Nánar

27. maí, 2014 Fréttir : Plan B, Stálskip, Úlrika Jasmín og Kvíðasnillingarnir hljóta Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýverið fjórum nýjum höfundum þeim Uglu Egilsdóttur, Sverri Norland, Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur og Atla Sigþórssyni, Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra.

Nánar

23. maí, 2014 Fréttir : Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2014 tilkynntir 27. maí

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita fjóra Nýræktarstyrki í ár. Tilkynnt verður hverjir hljóta styrkina í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, þriðjudaginn 27. maí kl. 16:00.

Nánar

9. maí, 2014 Fréttir : Norðurlandaátak hefst 

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. Á meðal þess sem átakið felur í sér eru sérstakar kynningar í samstarfi við sendiráð Íslands á Norðurlöndum. Í dag 14. maí er kynning í Stokkhólmi.

Nánar

7. maí, 2014 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum

Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku.

Nánar

2. maí, 2014 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar útgáfustyrkjum 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl.  Alls bárust að þessu sinni 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum og var sótt um 53 milljónir króna. 15 milljónum var úthlutað til 31 útgáfuverkefnis.

Nánar

1. apríl, 2014 Fréttir : Fylgið okkur á Facebook og Twitter

Facebook: www.facebook.com/islit.is

Twitter: twitter.com/IceLitCenter

1. apríl, 2014 Fréttir : Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Nýræktarstyrki 2014

Umsóknarfrestur rennur út 22. apríl 2014

Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda.

Nánar

31. mars, 2014 Fréttir : Bókasýningin í London

Earls Court iðaði af lífi dagana 8. – 10. apríl á meðan Bókasýningin í London stóð yfir. Líkt og í fyrra, leiddu Norðurlöndin saman hesta sína og stóðu að sameiginlegum bás á Bókasýningunni í London í ár.


Nánar
Síða 2 af 3

Allar fréttir

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

Allar fréttir