Fréttir

Gleðilega hátíð og kærar þakkir fyrir gott bókmenntaár - 16.12.2016

Jolakort-2016

Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var með áhrifamestu kvenhöfundum síns tíma. Eitt þekktasta verk hennar er smásagan Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns frá árinu 1951, þar sem nýstárleg efnistök og stíll ýmist ögruðu eða heilluðu. Segja má að hin kunna ljósmynd Jóns Kaldals af Ástu að reykja sígarettu hafi vakið sömu viðbrögð.

Lesa meira

Ríflega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra - seinni úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2016 - 14.12.2016

Alls bárust 43 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku og sótt var um rúmar 29 milljónir króna. Að þessu sinni var 31 styrk úthlutað að upphæð 10.3 milljónum króna til þýðinga á íslensku úr 10 tungumálum. Fjölgun umsókna er ríflega 100% frá því á sama tíma í fyrra, en þá bárust 19 umsóknir. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Lesa meira

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna - bókmenntaverðlauna kvenna - 7.12.2016

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar þriðjudaginn 6. desember í Menningarhúsinu Grófinni. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur og rit almenns efnis og eru þrjár bækur tilnefndar í hverjum flokki.

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - 1.12.2016

Fimmtudaginn 1. desember 2016, voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er í 28. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Lesa meira

Norræn menning í brennidepli hjá Southbank Centre allt árið 2017, undir yfirskriftinni Nordic Matters - 28.11.2016

Southbank Centre er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Nordic Matters með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni, sendiráðum Norðurlandanna í London, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og listamiðstöðvum landanna.

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna - 25.11.2016

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar fimmtudaginn 24. nóvember 2016 í Menningarhúsinu Grófinni. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og tíu þýðendur, en fjórar þýðinganna hlutu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta, sem óskar öllum þýðendunum innilega til hamingju með tilnefninguna.

Lesa meira

Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Hugleikur Dagsson og Kári Tulinius meðal gesta í Helsinki - 2.11.2016

Norræna menningargáttin (Kulturkontakt Nord), sendiráð Danmerkur, Noregs og Íslands í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Svíþjóð og Pohjola-Norden í Finnlandi voru með sameiginlegan bás og stóðu að þrjátíu viðburðum á messunni.

Lesa meira

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings - 2.11.2016

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Úr rökstuðningi dómnefndnar: ,,Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots."

Lesa meira

Nýtt met slegið í fjölda íslenskra skáldverka - 1.11.2016

Þrátt fyrir aðeins færri bækur í ár en sl. tvö ár, þá er nýtt met slegið í fjölda íslenskra skáldverka miðað við samanlagðan fjölda prentverka, nýrra og endurútgefinna. Útgáfa rafbóka eykst jafnframt ár frá ári. Úttektin byggir á Bókatíðindum félags íslenskra bókaútgefenda.

Lesa meira

Norðurlöndin skipa stóran sess á bókamessunni í Helsinki í ár - 26.10.2016

Sendiráð Íslands, Danmerkur og Noregs í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen og Pohjola-Norden hafa í sameiningu skipulagt dagskrá með yfir þrjátíu viðburðum á bókamessunni, sem stendur yfir dagana 27.-30. október. Meðal íslenskra höfunda eru Elísabet Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson, sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Lesa meira
Síða 1 af 4