Fréttir

Gleðilega hátíð og kærar þakkir fyrir gott bókmenntaár - 16.12.2016

Jolakort-2016

Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var með áhrifamestu kvenhöfundum síns tíma. Eitt þekktasta verk hennar er smásagan Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns frá árinu 1951, þar sem nýstárleg efnistök og stíll ýmist ögruðu eða heilluðu. Segja má að hin kunna ljósmynd Jóns Kaldals af Ástu að reykja sígarettu hafi vakið sömu viðbrögð.

Lesa meira

Ríflega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra - seinni úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2016 - 14.12.2016

Alls bárust 43 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku og sótt var um rúmar 29 milljónir króna. Að þessu sinni var 31 styrk úthlutað að upphæð 10.3 milljónum króna til þýðinga á íslensku úr 10 tungumálum. Fjölgun umsókna er ríflega 100% frá því á sama tíma í fyrra, en þá bárust 19 umsóknir. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Lesa meira

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna - bókmenntaverðlauna kvenna - 7.12.2016

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar þriðjudaginn 6. desember í Menningarhúsinu Grófinni. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur og rit almenns efnis og eru þrjár bækur tilnefndar í hverjum flokki.

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - 1.12.2016

Fimmtudaginn 1. desember 2016, voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er í 28. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Lesa meira

Norræn menning í brennidepli hjá Southbank Centre allt árið 2017, undir yfirskriftinni Nordic Matters - 28.11.2016

Southbank Centre er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Nordic Matters með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni, sendiráðum Norðurlandanna í London, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og listamiðstöðvum landanna.

Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna - 25.11.2016

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar fimmtudaginn 24. nóvember 2016 í Menningarhúsinu Grófinni. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og tíu þýðendur, en fjórar þýðinganna hlutu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta, sem óskar öllum þýðendunum innilega til hamingju með tilnefninguna.

Lesa meira

Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Hugleikur Dagsson og Kári Tulinius meðal gesta í Helsinki - 2.11.2016

Norræna menningargáttin (Kulturkontakt Nord), sendiráð Danmerkur, Noregs og Íslands í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Svíþjóð og Pohjola-Norden í Finnlandi voru með sameiginlegan bás og stóðu að þrjátíu viðburðum á messunni.

Lesa meira

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings - 2.11.2016

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Úr rökstuðningi dómnefndnar: ,,Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots."

Lesa meira

Nýtt met slegið í fjölda íslenskra skáldverka - 1.11.2016

Þrátt fyrir aðeins færri bækur í ár en sl. tvö ár, þá er nýtt met slegið í fjölda íslenskra skáldverka miðað við samanlagðan fjölda prentverka, nýrra og endurútgefinna. Útgáfa rafbóka eykst jafnframt ár frá ári. Úttektin byggir á Bókatíðindum félags íslenskra bókaútgefenda.

Lesa meira

Norðurlöndin skipa stóran sess á bókamessunni í Helsinki í ár - 26.10.2016

Sendiráð Íslands, Danmerkur og Noregs í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen og Pohjola-Norden hafa í sameiningu skipulagt dagskrá með yfir þrjátíu viðburðum á bókamessunni, sem stendur yfir dagana 27.-30. október. Meðal íslenskra höfunda eru Elísabet Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson, sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur til 15. nóvember - 14.10.2016

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum, jafnt bækur almenns efnis og skáldverk, sem og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Lesa meira

Bókasýningin í Frankfurt haldin dagana 19. - 23. október - 5.10.2016

Bókasýninguna í Frankfurt sækja árlega um 300.000 gestir, en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar. Íslenski básinn í Frankfurt er númer 5.0  B82.

Lesa meira

Glæsileg ráðstefna um barna- og ungmennabækur í London - 3.10.2016

Dagskrá ráðstefnunnar var einstaklega metnaðarfull, fróðleg og skemmtileg. Fyrirlesararnir voru m.a. rithöfundar, útgefendur, ritstjórar, kynningarstjórar, markaðsfólk, sjónvarpsstjórar, tölvuleikjahönnuðir og fleira. Allir fjölluðu á einhvern hátt um barna- og ungmennabækur og afþreyingu barna, lestur, bóksölu, samfélagsmiðlana, sjónvarpsefni, kynningaraðferðir, neyslumynstur ungs fólks og ótalmargt fleira. 

Lesa meira

Vel heppnuð bókamessa í Gautaborg; tungumálið, fantasían, hefðin og yrkisefnin - 26.9.2016

Velheppnaðri og fjölmennri fjögurra daga Bókamessu í Gautaborg lauk á sunnudaginn þar sem fjöldi heimsþekktra höfunda tók þátt. Ísland var þar einnig líkt og undanfarin ár. Glæsilegur básinn, hannaður af HAF studio, skartaði íslenskum bókum sem gestir og gangandi glugguðu í og þar mátti kaupa sumar þeirra í sænskum þýðingum. Sjónum var beint að barna- og ungmennabókmenntum.

Lesa meira

Íslenskar barna- og ungmennabókmenntir í Gautaborg - 6.9.2016

Höfundarnir Arnar Már Arngrímsson, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson taka þátt í aðaldagskrá bókamessunnar.

Lesa meira

Bookseller barnabókaráðstefna í London - 6.9.2016

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe.

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt.

Lesa meira

Gréta María Bergsdóttir ráðin verkefnastjóri  - 5.7.2016

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, en starfið var auglýst í júní.

Lesa meira

Þrjú hljóta Nýræktarstyrkina 2016: Birta Þórhallsdóttir fyrir Einsamræður, Björn Halldórsson fyrir Smáglæpi og Vilhjálmur Bergmann Bragason fyrir Afhendingu - 1.6.2016

Í ár bárust 35 umsóknir um Nýræktarstyrki. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur.

Lesa meira

Styrkir til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun 2016 - 12.5.2016

Að þessu sinni var úthlutað 7,2 milljónum króna í styrki til 19 þýðinga á íslensku, þar á meðal eru þýðingar á verkum eftir Virginu Woolf, Roberto Bolano, Elenu Ferrante og Roald Dahl.

Lesa meira

Tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja 2016 - 11.5.2016

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 23.3 millj.kr. til 55 verka. Alls bárust 80 umsóknir frá 28 útgefendum og sótt var um tæpar 57 millj.kr.

Lesa meira

Koparborgin og Sölvasaga unglings tilnefndar fyrir hönd Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs - 6.4.2016

Tilkynnt verður um verðlaunahafa og verðlaunafé að upphæð 350 þúsund d.kr. afhent þann 1. nóvember 2016 í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Lesa meira

Næstu umsóknarfrestir um styrki   - 4.4.2016

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki rennur út 15. apríl nk, þeir eru veittir einu sinni á ári og er ætlað að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Næsti umsóknarfrestur um ferðastyrki höfunda er 15. maí.  

Lesa meira

Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 12.-14. apríl   - 4.4.2016

Nýr bókalisti yfir bækur frá liðnu ári verður kynntur á messunni og sýningarbás með systurstofnunum Miðstöðvar íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum verður á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70.

Lesa meira

Nýræktarstyrkir 2016, auglýst eftir umsóknum - 9.3.2016

Nýræktarstyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda. Hér er átt við skáldverk í víðri merkingu orðsins.


Lesa meira

Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar fyrir árið 2015 - 9.3.2016

Íslensku bókmenntaverðlaunin, Viðurkenning Hagþenkis, Fjöruverðlaunin, Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, Menningarverðlaun DV, tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, íslensku barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurbogar og Íslensku Þýðingaverðlaunin.

Lesa meira

Stjórnarskipti hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 9.3.2016

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í febrúar til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar. 

Lesa meira

Allir lásu - í rúm sex ár! Úrslitin liggja fyrir í landsleiknum 2016, sigurvegarar koma alls staðar að af landinu - 25.2.2016

Eftir fjórar æsispennandi lestrarvikur eru úrslitin ljós í landsleiknum Allir lesa. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu og hafa þátttakendur samtals lesið í 54.800 klukkustundir, eða sem samsvarar rúmum sex árum! 

Lesa meira

ALLIR LESA - blásið til landsleiks í lestri í annað sinn. Skemmtilegur leikur sem fer af stað á bóndadaginn 22. janúar og lýkur á konudaginn 21. febrúar.  - 21.1.2016

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. Foreldrar, eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum, geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les. 

Lesa meira

Góðar fréttir fyrir umsækjendur. Framvegis verður hægt að sækja um alla styrki á rafrænu formi - 20.1.2016

Frá og með 1. janúar 2016 verða allar umsóknir um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta á rafrænu formi og er þar með langþráðu marki náð.

Lesa meira

ALLIR LESA - nú verður blásið til landsleiks í annað sinn, hann hefst á bóndadaginn 22. janúar og lýkur á konudaginn 21. febrúar - 20.1.2016

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. 

Lesa meira

Heildaryfirlit styrkja á árinu 2015 - 6.1.2016

Á árinu 2015 úthlutaði stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta um 240 styrkjum í átta flokkum og er það töluverð aukning frá fyrra ári. Sótt var um styrki til þýðinga íslenskra bókmennta á 27 tungumál. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um Nýræktarstyrki Miðstöðvarinnar. 

Lesa meira

Næstu umsóknarfrestir - 6.1.2016

15. janúar 2016

  • Ferðastyrkir höfunda
Lesa meira

Bókalisti Míb 2016 kominn út - 22.4.2016

Á bókalistanum í ár má finna nýjar bækur, verðlaunabækur síðasta árs, bækur eftir unga, upprennandi höfunda og bækur sem nýlega hafa verið seldar erlendum útgefendum. Listana frá 2013 má alla finna hér á heimasíðunni. 

Lesa meira

Næstu umsóknarfrestir um styrki     - 9.3.2016

Umsóknarfrestur um útgáfu- og þýðingastyrki er til 15. mars 2016. Auglýsingu og umsóknareyðublað má finna hér. Auglýst verður eftir umsóknum um Nýræktarstyrki á næstu dögum og umsóknarfrestur rennur út 15. maí nk.

Lesa meira

Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar fyrir árið 2015 - 9.3.2016

Íslensku bókmenntaverðlaunin, Viðurkenning Hagþenkis, Fjöruverðlaunin, Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, Menningarverðlaun DV, tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, íslensku barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurbogar og Íslensku Þýðingaverðlaunin.

Lesa meira