Fréttir: 2016 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

5. júlí, 2016 Fréttir : Gréta María Bergsdóttir ráðin verkefnastjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, en starfið var auglýst í júní.

Nánar

1. júní, 2016 Fréttir : Þrjú hljóta Nýræktarstyrkina 2016: Birta Þórhallsdóttir fyrir Einsamræður, Björn Halldórsson fyrir Smáglæpi og Vilhjálmur Bergmann Bragason fyrir Afhendingu

Í ár bárust 35 umsóknir um Nýræktarstyrki. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur.

Nánar

12. maí, 2016 Fréttir : Styrkir til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun 2016

Að þessu sinni var úthlutað 7,2 milljónum króna í styrki til 19 þýðinga á íslensku, þar á meðal eru þýðingar á verkum eftir Virginu Woolf, Roberto Bolano, Elenu Ferrante og Roald Dahl.

Nánar

11. maí, 2016 Fréttir : Tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja 2016

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 23.3 millj.kr. til 55 verka. Alls bárust 80 umsóknir frá 28 útgefendum og sótt var um tæpar 57 millj.kr.

Nánar

6. apríl, 2016 Fréttir : Koparborgin og Sölvasaga unglings tilnefndar fyrir hönd Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Tilkynnt verður um verðlaunahafa og verðlaunafé að upphæð 350 þúsund d.kr. afhent þann 1. nóvember 2016 í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Nánar

4. apríl, 2016 Fréttir : Næstu umsóknarfrestir um styrki  

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki rennur út 15. apríl nk, þeir eru veittir einu sinni á ári og er ætlað að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Næsti umsóknarfrestur um ferðastyrki höfunda er 15. maí.  

Nánar

4. apríl, 2016 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 12.-14. apríl  

Nýr bókalisti yfir bækur frá liðnu ári verður kynntur á messunni og sýningarbás með systurstofnunum Miðstöðvar íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum verður á bókamessunni líkt og undanfarin ár. Básinn er númer 6F70.

Nánar

9. mars, 2016 Fréttir : Nýræktarstyrkir 2016, auglýst eftir umsóknum

Nýræktarstyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda. Hér er átt við skáldverk í víðri merkingu orðsins.


Nánar

9. mars, 2016 Fréttir : Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar fyrir árið 2015

Íslensku bókmenntaverðlaunin, Viðurkenning Hagþenkis, Fjöruverðlaunin, Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, Menningarverðlaun DV, tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, íslensku barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurbogar og Íslensku Þýðingaverðlaunin.

Nánar

9. mars, 2016 Fréttir : Stjórnarskipti hjá Miðstöð íslenskra bókmennta

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í febrúar til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar. 

Nánar

25. febrúar, 2016 Fréttir : Allir lásu - í rúm sex ár! Úrslitin liggja fyrir í landsleiknum 2016, sigurvegarar koma alls staðar að af landinu

Eftir fjórar æsispennandi lestrarvikur eru úrslitin ljós í landsleiknum Allir lesa. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu og hafa þátttakendur samtals lesið í 54.800 klukkustundir, eða sem samsvarar rúmum sex árum! 

Nánar

21. janúar, 2016 Fréttir : ALLIR LESA - blásið til landsleiks í lestri í annað sinn. Skemmtilegur leikur sem fer af stað á bóndadaginn 22. janúar og lýkur á konudaginn 21. febrúar. 

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. Foreldrar, eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum, geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les. 

Nánar

20. janúar, 2016 Fréttir : Góðar fréttir fyrir umsækjendur. Framvegis verður hægt að sækja um alla styrki á rafrænu formi

Frá og með 1. janúar 2016 verða allar umsóknir um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta á rafrænu formi og er þar með langþráðu marki náð.

Nánar

20. janúar, 2016 Fréttir : ALLIR LESA - nú verður blásið til landsleiks í annað sinn, hann hefst á bóndadaginn 22. janúar og lýkur á konudaginn 21. febrúar

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. 

Nánar
Síða 2 af 3

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir