Fréttir

Fyrri úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2017 - 24.4.2017

Alls bárust 37 umsóknir um styrki og sótt var um tæpar 27 milljónir króna. Að þessu sinni var 20 styrkjum úthlutað rúmlega 9.2 milljónum króna til þýðinga á íslensku.

Lesa meira

Tilnefningar til Maístjörnunnar - nýrra ljóðabókaverðlauna - 26.4.2017

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan í frá.

Lesa meira

Úlfur og Edda: Dýrgripurinn og Enginn sá hundinn tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs - 5.4.2017

Fulltrúar hvers lands í dómnefndinni hafa tilnefnt 12 verk til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Til­kynnt var á barna­bóka­mess­unni í Bologna þann 5. apríl hvaða bæk­ur hlutu til­nefn­ingu.

 

Lesa meira

Vaxandi áhugi á íslenskum bókmenntum og fjölga þarf þýðendum - 3.4.2017

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og vaxandi, en á sama tíma er skortur á þýðendum á ýmis tungumál. Því er mikið gleðiefni að tvö þing eru haldin á þessu vormisseri til að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða.

Lesa meira
Bologna-Book-Fair-2017

Barnabókaútgefendur alls staðar að úr heiminum í Bologna á Ítalíu 3.- 6. apríl - 28.3.2017

Á bókamessunni í Bologna koma saman barnabókaútgefendur hvaðanæva að úr heiminum til að kynna bækur sínar og skoða hvað ber hæst í barnabókmenntum. Miðstöð íslenskra bókmennta er á norræna básnum C/18, hall 30.

Lesa meira

Nýræktarstyrkir 2017 - umsóknarfrestur til 15. apríl - 17.3.2017

Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári en þeir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. 

 

Lesa meira

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 - 23.2.2017

Guðmundur Andri Thorsson og Linda Vilhjálmsdóttir eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 fyrir bækur sínar Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor og ljóðabókina Frelsi.

Lesa meira

Landsmenn gera lesturinn að lífsstíl. Úrslit í Allir lesa landsleiknum 2017 - 22.2.2017

Allir lesa er landsleikur í lestri, með áherslu á orðið leikur og er tilgangurinn fyrst og fremst að vekja athygli á því hversu skemmtilegt það er að lesa. Allir lesa snýst þannig ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur.

Lesa meira

Bókmenntaverðlaun og viðurkenningar fyrir árið 2016 - 22.2.2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku þýðingaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.

Lesa meira
LBF_2017_logo_blue_background

Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessunni í London 14.-16. mars - 22.2.2017

Bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna verða með sameiginlegan bás á bókamessunni í London, Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar með Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki. Umsóknarfrestur 15. mars - 15.2.2017

Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka og þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku. Umsóknarfrestur er til 15. mars, umsóknareyðublöð má finna hér.

 

Lesa meira

Allir lesa landsleikurinn er hafinn, skráðu þig til leiks og vertu með! - 11.1.2017

Landsleikur í lestri verður á þorranum líkt og undanfarin ár eða frá 27. janúar, til konudagsins 19. febrúar 2017. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár  að auk liðakeppni verður jafnframt hægt að keppa sem einstaklingur. Svo nú verður ljóst hver er aðal lestrarhestur landsins. Vertu með og taktu þátt í skemmtilegum leik á Allir lesa

Lesa meira
Andlit-nordursins-a-thysku

Heildaryfirlit styrkja á árinu 2016. Hátt í 300 styrkir í átta flokkum - 2.1.2017

Á árinu 2016 úthlutaði stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta um 270 styrkjum í átta flokkum og er það töluverð aukning frá fyrra ári í öllum flokkum. Sótt var um rúmar 160 milljónir og til úthlutunar voru 67 milljónir, eða rúmlega 40% af umsóttri upphæð.

Lesa meira