Fréttir: 2017 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

IMG_1267_2

13. september, 2017 Fréttir : Alþjóðlegt þýðendaþing í Reykjavík 2017

Vel heppnuðu þýðendaþingi lokið. Frábær vettvangur fyrir þýðendur íslenskra bókmennta til að efla tengslin. Þýðendurnir hittu kollega frá ýmsum heimshornum, íslenska höfunda, fræðimenn, útgefendur og aðra sem láta sig íslenskar bókmenntir varða.

Nánar

31. ágúst, 2017 Fréttir : Fimm höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg, sem haldin er 28. september til 1. október

Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á bókamessunni og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska básnum. Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í dagskránni.

Nánar

29. ágúst, 2017 Fréttir : Þrjátíu þýðendur frá sautján málsvæðum koma saman og þinga. Styttist í alþjóðlega þýðendaþingið í Reykjavík.

 

Markmið með þýðendaþinginu er meðal annars að efla og treysta tengslin við starfandi þýðendur á erlend tungumál. Þýðendaþingið verður haldið dagana 11. og 12. september í Veröld – húsi Vigdísar, en þar koma saman og þinga tæplega 30 þýðendur frá 17 málsvæðum, jafnt reyndir þýðendur og nýir.

 

Nánar

22. ágúst, 2017 Fréttir : Bókmenntahátíð í Reykjavík haldin dagana 6. til 9. september 2017

Bókmenntahátíð í Reykjavík fer nú fram í þrettánda sinn og verða viðburðir í Norræna húsinu, Iðnó og víðar. Á hátíðinni koma innlendir og erlendir rithöfundar saman, kynna verk sín og ræða um líf sitt og störf, auk þess sem erlendir útgefendur og blaðamenn taka þátt.

Nánar

2. júní, 2017 Fréttir : Nýræktarstyrki 2017 hljóta Fríða Ísberg fyrir Slitförina, safn ljóða, og Pedro Gunnlaugur Garcia fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi og óskaði við það tækifæri nýjum höfundum alls góðs í ritstörfunum. Þetta er í tíunda skipti sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað, en alls hafa hátt í fimmtíu höfundar hlotið þessa viðurkenningu frá upphafi.

Nánar

23. maí, 2017 Fréttir : Sigurður Pálsson hlýtur Maístjörnuna

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veittu ný verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2016. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni á Degi ljóðsins, þann 18. maí.

Nánar
Verold

10. maí, 2017 Fréttir : Alþjóðlegt þýðendaþing haldið dagana 11. og 12. september í Veröld - húsi Vigdísar

Markmiðið með þýðendaþingi hér á landi er að efla og treysta tengslin við starfandi þýðendur á erlend tungumál og sýna í verki hve mikils metin þeirra vinna er, en þýðendur bókmennta á erlend mál eru öflugir sendiherrar bókmenntanna og auka hróður þeirra um allan heim.

Nánar
MIB-Wide-RGB

10. maí, 2017 Fréttir : Nýtt merki Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Oscar Bjarna, grafískur hönnuður gerði merkið. Merkið er gert í nokkrum útgáfum og m.a. birt í þeim verkum sem hljóta styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta innanlands. 

Nánar

10. maí, 2017 Fréttir : Úthlutun útgáfustyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2017

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað útgáfustyrkjum samtals að upphæð 23.5 millj.kr. til 45 verka. Alls barst 101 umsókn frá 56 umsækjendum og sótt var um tæpar 89 millj.kr.

Nánar

26. apríl, 2017 Fréttir : Tilnefningar til Maístjörnunnar, nýrra ljóðabókaverðlauna

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan í frá.

Nánar

24. apríl, 2017 Fréttir : Fyrri úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2017

Alls bárust 37 umsóknir um styrki og sótt var um tæpar 27 milljónir króna. Að þessu sinni var 20 styrkjum úthlutað rúmlega 9.2 milljónum króna til þýðinga á íslensku.

Nánar

5. apríl, 2017 Fréttir : Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Fulltrúar hvers lands í dómnefndinni hafa tilnefnt 12 verk til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Til­kynnt var á barna­bóka­mess­unni í Bologna þann 5. apríl hvaða bæk­ur hlutu til­nefn­ingu.

 

Nánar

3. apríl, 2017 Fréttir : Vaxandi áhugi á íslenskum bókmenntum og fjölga þarf þýðendum

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og vaxandi, en á sama tíma er skortur á þýðendum á ýmis tungumál. Því er mikið gleðiefni að tvö þing eru haldin á þessu vormisseri til að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða.

Nánar
Bologna-Book-Fair-2017

28. mars, 2017 Fréttir : Barnabókaútgefendur alls staðar að úr heiminum í Bologna á Ítalíu 3.- 6. apríl

Á bókamessunni í Bologna koma saman barnabókaútgefendur hvaðanæva að úr heiminum til að kynna bækur sínar og skoða hvað ber hæst í barnabókmenntum. Miðstöð íslenskra bókmennta er á norræna básnum C/18, hall 30.

Nánar

17. mars, 2017 Fréttir : Nýræktarstyrkir 2017 - umsóknarfrestur til 15. apríl

Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári en þeir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. 

 

Nánar

23. febrúar, 2017 Fréttir : Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Guðmundur Andri Thorsson og Linda Vilhjálmsdóttir eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 fyrir bækur sínar Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor og ljóðabókina Frelsi.

Nánar
Síða 2 af 3

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir