Bókasýningin í Frankfurt haldin dagana 11. - 15. október. Frakkland er heiðursgestalandið í ár.

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir hana að venju til að kynna útgefendum, umboðsmönnum og fleirum íslenskar bókmenntir. Íslenski básinn er númer 5.0 B82.

27. september, 2017

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir að venju Bókamessuna í Frankfurt í ár og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum og umboðsmönnum.

Íslenski básinn er númer 5.0 B82.

 

  • Frankfurt-buchmesse

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir að venju Bókamessuna í Frankfurt í Þýskalandi í ár og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum og umboðsmönnum. Þar verða einnig fjölmargir íslenskir útgefendur en þessi fimm daga alþjóðlega bókamessa er sú stærsta í Evrópu, þó víðar væri leitað.

Íslenski básinn númer 5.0 B82

Miðstöð íslenskra bókmennta verður á íslenska básnum og kynnir þar bækur af kynningarlista Miðstöðvarinnar sem gerður er árlega og veitir upplýsingar um fjölbreytta bókaútgáfu á Íslandi.

Bókamessan er haldin dagana 11. - 15. október 2017 og hana sækja árlega um 300.000 gestir, en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar og síðast en ekki síst, til að kaupa og selja bækur. 

IMG_4848Frakkland er heiðursgestur 2017Gestaskalinn

Á hverju ári er eitt land heiðursgestur Bókamessunnar í Frankfurt sem setur upp sýningarskála þar sem fjöldi viðburða fer fram á meðan á messunni stendur. Í ár er það Frakkland og verða franskar bókmenntir og viðburðir fyrirferðamikil á messunni.
Heiðursgestur í fyrra var Holland og Flæmingjaland og hér til hliðar eru myndir frá sýningarskála þeirra.

Árið 2011 var Ísland heiðursgestur messunnar og vakti íslenski skálinn mikla athygli.

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur veg og vanda af íslenska básnum í Frankfurt, sem er númer 5.0 B82 og eru allir velkomnir!

Frankfurt-logo-2017

 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir