Íslenskar bækur eiga lesendur um allan heim. 96 styrkir veittir til þýðinga á 29 tungumál árið 2017

Sýnishorn af þeim fjölda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum á liðnum misserum

12. mars, 2018

Meðal núlifandi íslenskra höfunda sem hafa verið þýddir á fjölda erlendra tungumála eru: Arnaldur Indriðason, Sjón, Jón Kalman Stefánsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Andri Snær Magnason, Yrsa Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ragnar Jónasson, Lilja Sigurðardóttir, Kristín Steinsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl,  - svo aðeins nokkrir séu nefndir. Á liðnu ári veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 96 styrki til þýðinga á 29 tungumál. Mest verður þýtt á ensku, frönsku, dönsku, norsku og þýsku, en auk þess er nú unnið að þýðingum íslenskra bóka á rússnesku, ítölsku, grísku, arabísku, tékknesku, ungversku og mörg fleiri tungumál.  
Hér neðar má sjá kápumyndir af nokkrum íslenskum bókum á erlendum tungum.

Enskar-thyd-nov-17_1520853891783Erl-thyd-juni-2017_1520853886356Nyjar-thydingar---jan-2015---9_1520937083500Erlendir-titlar-mynd-okt-2014---2Nylegar-thydingar-a-ensku_1520936873353Baekur-upp-a-rond,-okt-2017


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir