Fréttir

Rithöfundarnir Jón Kalman, Yrsa og Áslaug koma fram á bókamessunni í Gautaborg í haust

Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 27.-30. september og líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess

14.6.2018

Jks_svensk

Yrsa_1528975905808Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 27.-30. september og líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á þessari stærstu og fjölsóttustu bókamessu á Norðurlöndunum.

Höfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Áslaug Jónsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir koma fram í mörgum og mismunandi viðburðum á aðaldagskrá hátíðarinnar, þar sem fjallað verður meðal annars um kjarnann í skáldskapnum, glæpasögur, þýðingar, myndskreytingar og fleira. 

Þemu ársins eru virðing (respekt), myndir (bild) og miðlun og tjáning (mediafrågor) og í á er glæpasagnahátíðin, Crimetime, í fyrsta sinn hluti af bókamessunni í Gautaborg.

Hér má sjá heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta skipuleggur þátttöku íslensku höfundanna í samstarfi við stjórnendur Bókamessunnar. Jafnframt er miðstöðin með bás á messunni þar sem bækur íslenskra höfunda verða kynntar og til sölu, þar af margar í sænskum þýðingum. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn. Og Félag íslenskra bókaútgefenda annast bóksöluna þar.