Framtíð fótboltans

15. apríl, 2010

„Fótbolti vísar leiðina til framtíðar" segir fótboltahetjan Didier Drogba, leikmaður Chelsea og Fílabeinsstrandarinnar, í formála nýrrar ljósmyndabókar eftir Pál Stefánsson ljósmyndara.

„Fótbolti vísar leiðina til framtíðar,“ segir fótboltahetjan Didier Drogba, leikmaður Chelsea og Fílabeinsstrandarinnar, í formála nýrrar ljósmyndabókar eftir Pál Stefánsson ljósmyndara.


Bók Páls heitir: Africa - The Future of Football. Þetta er risavaxið verkefni sem Páll hefur unnið að í rúm tvö ár. Hann og útgefandi hans Kristján B. Jónasson hjá forlaginu Crymogea hafa ferðast til 25 landa í Afríku á 30 mánuðum. Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar Páll var taka myndir á vegum Unesco við moskuna í Djenné í Malí:

„Staddur í leirbænum Djenné, að mynda stærstu leirbyggingu veraldar, áttahundruð ára mosku. Undir moskunni er markaður og á markaðnum, eldsnemma, fyrir allar aldir stendur fyrsti sölumaðurinn, ungur maður að setja upp tjald sitt, klæddur Chealsea treyju merkum Gudjohnsen.  Nokkrum dögum síðar er ég var á leið frá Georgetown í Gambíu, bæ staðsettum 350 kílómetra inn eftir Gambíufljótinu, til Dakar, höfuðborgar Senegal, sá ég í húminu, út um bílgluggann, það fallegasta sólarlag sem ég hef séð. Rauð jörð, rauður himinn, og í rauðu rykinu, mátti glitta í útlínur af strákofum, þorpi, þar sem allt þorpið háði knattspyrnuleik í síðustu geislum sólarinnar. Gleðin, hláturinn, leikurinn, eitthvað svo fullkomið. Þetta var hin sanna Afríka, ekki sú Afríka sem við heyrum svo mikið af í fréttum, hungursneyðir, og endalausar styrjaldir og manndráp.“

                       drogba3


Formáli

eftir Didier Drogba


Fótbolti er merkilegur leikur. Það skiptir ekki máli hvort frægustu leikmenn heims spila fyrir framan tugþúsundir áhorfenda eða bara nokkrir berfættir strákar á strönd, reglurnar eru alltaf þær sömu. Það er bolti og það er mark. Þessi tæri einfaldleiki er ástæðan fyrir því að fótbolti er langvinsælasta íþrótt heims.

Þessi sannleikur á sérstaklega við í löndum Afríku þar sem boltinn er oft búinn til úr þurrum pálmaviðargreinum, tuskum eða plastpokum. Mörkin eru tveir steinar eða trjágreinar sem stungið er í jörðina. En um leið og þetta er til staðar er hægt að byrja og þá er það geta og kraftur leikmannanna sem ráða úrslitum.

drogba1drogba2drogba4

drogba5drogba6drogba7


Afrískir fótboltamenn venjast því frá unga aldri að spila við misjafnar aðstæður og það hjálpar þeim að öðlast styrk og úthald. Hvort sem það er í þröngum götum Kaíróborgar, á akri í Senegal eða á „Le Félicia“ í Abidjan. Leikurinn er þrunginn ástríðu og krafti sem fær viðstadda til að grípa andann á lofti.

Fólk má ekki gleyma því að Afríka er álfa fótboltans umfram allt. Fréttir um stríð og átök eru gjarnar á að einblína á það sem miður hefur farið, en raunveruleikinn er oft allt annar. Það eru engar ýkjur að segja að knattspyrna hafi leikið lykilhlutverk í að auka á skilning meðal þjóða Afríku og lyfta þeim upp frá amstri dagsins. Afrískir leikmenn sem leika með fremstu félagsliðum veraldar, leikmenn á borð við Michael Essien, Samuel Eto'o, Yaya Toure, og marga aðra, hafa styrkt ímynd Afríku gagnvart umheiminum. Við erum sendifulltrúar, en á okkur hvílir einnig sú ábyrgð að sýna Afríkubúum að fótboltinn er jákvætt afl sem vísar veginn til framtíðar.

Þessi bók er óður til afrískrar knattspyrnu og til barnanna sem eru framtíð álfunnar okkar.

crymogea.is


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir