„Ég hugsa aldrei, ég skrifa bara“

20. apríl, 2010

,,Ísland er fátt annað en náttúra, með manneskjum á stangli'' segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur í viðtali sem birtist á Sagenhaftes Ísland vefnum á föstudaginn.

„Ísland er fátt annað en náttúra, með manneskjum á stangli,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur í væntanlegu viðtali hér á vefnum. Þar svarar hann spurningum um náttúruna í verkum sínum og nýjasta íslenska handritið, sem er skýrslan um hrunið uppá 2600 blaðsíður. Hann er hinsvegar ófáanlegur að ræða að ráði þá bók sem hann er að vinna að núna.

jonk1jonk3jonk2 

 

„Maður á ekki að tala, heldur skrifa.“

- Þú hugsaðir samt sem áður þessa stóru sögu, Himnaríki og helvíti, Harm englanna, í þremur bindum er það ekki, var það ákveðið frá upphafi?

„Ég hugsa aldrei, ég skrifa bara. Ég er smali sem er búinn að týna kindunum og skrifa í staðinn,“ segir Jón Kalman.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir