„Ljóða-slamm“ úr Íslendingasögunum

23. apríl, 2010

Slam-Saga er nafn á bókmenntaviðburði í maí. Þar munu þýsk og íslensk skáld spinna sinn eigin texta upp úr íslensku fornsögunum.

Slam-Saga er nafn á bókmenntaviðburði í maí. Þar munu þýsk og íslensk skáld spinna sinn eigin texta upp úr íslensku fornsögunum. Þrír þýskir rithöfundar eru væntanlegir til Íslands í maí í þeim tilgangi fá Íslendingasögur og Eddukvæðin beint í æð. Hugmyndin er að Þjóðverjarnir hitti hér íslensk skáld og fræðimenn, fari á söguslóðir Íslendingasagnanna og fái fjölbreytta sýn á bókmenntaarf Íslendinga. Markmiðið er að eftir sex daga reisu um Ísland verði gestirnir orðnir það sjóaðir í sagnaarfinum að þeir getið spunnið út frá honum eigin skáldskap.

Þýsku höfundarnir eru þau Nora Gomringer (1980), Bas Böttcher (1974) og Finn-Ole Heinrich (1982). Þau eru meðal vinsælustu höfunda sinnar kynslóðar í Þýskalandi. Nora Gomringer þykir afbragsðgott ljóðskáld og hún hefur auk þess getið sér gott orð í ljóða-slammi (Poetry-Slam) og komið fram víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Bas Böttcher hefur stundum verið nefndur prinsinn í ljóða-slamm bransanum.  Hann byrjaði ungur og hefur komð víða við á löngum ferli sínum. Finn-Ole Heinrich hefur gefið út skáldsögur og smásögur og hafa bækur hans hlotið góðar viðtökur á meðal lesenda. Hann þykir einnig afar góðar upplesari og nær vel til áheyrenda sinna.

Slam-Bas Slam-Gomringer  Slam-Finn

Íslendingarnir sem leggja land undir fót í félagi við Þjóðverjana eru þau Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Halldór Halldórsson (einnig þekktur sem Dóri DNA). Bergur Ebbi gefur út sína fyrstu ljóðabók, Tími hnyttninnar er liðinn í maí, og fyrsta leikverk hans Klæði verður frumsýnt innan skams. Halldór hefur löngum verið í framvarðarsveit íslensku hip-hop senunnar og er, ásamt Bergi Ebba, meðlimur í sviðsgrínarahópnum vinsæla Mið-Ísland. Ugla er leikkona sem hefur upp á síðkastið getið sér gott orð sem sviðsgrínisti. Þau tilheyra sömu kynslóð og þýsku skáldin en eru þó á allt annarri línu. Það verður spennandi að sjá hvað þessi blanda gefur af sér. Í lok maí verður hægt að sjá forsmekkinn af því þegar öll skáldin sex koma fram saman í Reykjavík.

Þýsku og íslensku ungskáldin munu á vormánuðum 2011 taka þátt í fjölda bókmenntahátíða í Þýskalandi í aðdraganda bókasýningarinnar í Frankfurt þegar Ísland verður heiðursgestur sýningarinnar. Á efnisskránni á þessum bókmenntahátíðum verður það efni sem samið er undir áhrifum Íslandsheimsóknarinnar.

Slam-Saga verkefnið er samstarfsverkefni Sagenhaftes Island og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.



Allar fréttir

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

Allar fréttir