Kleppur er víða

5. maí, 2010

Hvíta bókin, eftir Einar Má Guðmundsson fær stórfínar viðtökur í Danmörku og Þýskalandi. ,,Krísa kapítalismans'' eins og einn gagnrýnandi bendir á, er fráleitt bundin við Ísland.

einarmarHvíta bókin, eftir Einar Má Guðmundsson fær stórfínar viðtökur í Danmörku og Þýskalandi. „Krísa kapitalismans,“ eins og einn gagnrýnandi bendir á, er fráleitt bundin við Ísland. Hvíta bókin sé „Kennslustund í því hvernig hversu illa getur farið þegar þú gengur alla leið.“

Í þýskum fjölmiðlum hefur þýðing Gudrun Marie Hanneck-Klos – sem ber titilinn Svona rústar maður þjóð: Sagan af hruni Íslands / Wie man ein Land in den Abgrund fuehrt: Die Geschichte von Islands Ruin – víða ratað í fréttir  um núverandi stöðu Íslands. Í Der Spiegel birtist til að mynda grein undir fyrirsögninni „Orfeus í skuldaheimum“ þar sem segir:

Hann segist ekki vilja predika, en heldur því þó fram að flestir Íslendingar séu hamingjusamari í dag en á tímum góðærisbólunnar – að engu sé líkara en að fargi hafi verið létt af fólki.

Þá hafði Das Parlament, málgagn þýska þingsins, þetta af bókinni að segja:

Lýsing Einars Más á hruninu er 208 blaðsíðna reiðilestur – deilurit. Höfundurinn hálfsextugi er einn þekktasti penni Íslands; þegar hann tekur til máls sperrir fólk eyrun, og hér talar hann fyrir munn fjölmargra reiðra Íslendinga. Bókin er áhugaverð í lýsingum sínum á spilltu tengslaneti viðskipta- og stjórnmálaheimsins, í litlu samfélagi sem aðeins telur 320.000 íbúa. Lesandinn fræðist um framferði „fjármálabarónanna“ sem ferðuðust um á einkaþotum, og réðu Elton John og 50 Cent í samkvæmi sín.

Og í austurríska ríkisútvarpinu, ORF:

Einar Már segist áratugum saman hafa lítinn þátt tekið í stjórnmálum. Kreppan gerði hann, ásamt kollega sínum Hallgrími Helgasyni, að málpípu mótmælahreyfingarinnar sem beitti sér gegn gömlu stjórninni. Kannski var það engin tilviljun að tveir rithöfundar skyldu standa í fremstu víglínu búsáhaldabyltingarinnar svokölluðu, rétt eins og Václav Havel fór fyrir flauelsbyltingunni í Prag tuttugu árum áður. Í báðum tilfellum hafði heilt kerfi glatað trúverðugleika sínum.

Framúrskarandi ritgerðir um krísu kapítalismans

Einar Már hefur einatt notið mikillar velgegngni í Danmörku. Hér eru brot úr dómum dönsku stórblaðana um Hvítu bókina:

„Bókin hrífur mann með sér, hlusta skal þegar einn fremsti núlifandi rithöfundur Íslands kveður sér hljóðs.“

**** Martin Krogh Andersen, Berlingske Tidende


„Framúrskarandi ritgerðir um krísu kapítalismans ... Hvíta bókin er ákaflega vel skrifuð bók ... rammar inn á ótrúlega nákvæman hátt umræðuna um efnahagsástandið, sem fer nú einnig fram í Danmörku.“

***** Poul Aarøe Pedersen, Politiken

 

„Af næstum froðufellandi losta gegnumlýsir  Einar Már Guðmundsson kapítalíska óra þjóðar sinnar ... en mælskulist hans, gamansöm og full vandlætingar, er hressandi ... Hvíta bókin er til fyrirmyndar ... kennslustund í því hvernig hversu illa getur farið þegar þú gengur alla leið.“

Henrik Wivel, Weekendavisen


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir