Fríða Á. Sigurðardóttir látin

10. maí, 2010

Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur, lést aðfaranótt 7. maí.

Fríða Á. Sigurðardóttir

Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur, lést aðfaranótt 7. maí, 69 ára að aldri.

Fyrsta skáldverk hennar, smásagnasafnið Þetta er ekkert alvarlegt, kom út árið 1980. Eftir hana standa sex skáldsögur og þrjú smásagnasöfn, auk fjölda íslenskra þýðinga á skáldverkum erlendra höfunda. Fríða hefur löngum verið á meðal virtustu rithöfunda þjóðarinnar. 

Skáldsaga hennar Meðan nóttin líður (1990) hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1992. Hefur hún verið þýdd á fjölda tungumála.

Síðasta verk hennar var Í húsi Júlíu, sem kom út árið 2006. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands. Frekari upplýsingar um Fríðu og verk hennar má finna hér og á bókmenntavefnum.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir