Höfundar á söguslóðum

25. maí, 2010

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess.

Þrjú þýsk ungskáld hafa ferðast um Ísland síðustu daga og sótt sér innblástur í landið og sögur þess. Þau hafa meðal annars heimsótt Gljúfrastein, hús Halldórs Laxness og hitt Einar Kárason rithöfund í Perlunni, fyrir utan gönguferðir og sjósund í Nauthólsvík. Þessir höfundar eru Nora Gomringer, Finn Ole Heinrich og Bas Böttcher frá Þýskalandi. Með þeim í för voru Íslendingarnir Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA. Eftir ferðina er hugmyndin að skáldin byggi á reynslu sinni úr Íslandsferðinni og semji verk sem verði undir áhrifum frá íslenskum bókmenntum. Þessi verk verða flutt á bókmenntahátíðum víða um Þýskaland í aðdraganda bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011.

Á fimmtudaginn 27.maí verður tekið ofurlítið forskot á sæluna, þegar hópurinn les upp á Næsta bar í Reykjavík, ásamt þeim Kristínu Svövu Tómasdóttur og Hildi Lilliendahl.

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðalagi skáldanna.

SagaIMG_7601SagaIMG_7607SagaIMG_7637

SagaIMG_7616SagaIMG_7625SagaIMG_7676

Saga – Slam verkefnið er samstarfsverkefni Sagenhaftes Island og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir