„Höpöhöpö Böks“ verðlaunað á Zebra

21. október, 2010

Eiríkur Örn fer mikinn í Berlín. Verðlaun á Zebra Poetry Film Festival og ný þýsk þýðing gefin út.

Eiríkur Örn - Zebra

Eiríkur Örn Norðdahl deildi verðlaunapalli á Zebra Poetry Film Festival með öðrum skáldum og kvikmyndagerðarmönnum í Berlín um síðustu helgi.

Alls voru 900 myndir teknar til sýningar á hátíðinni en dómnefnd hátíðarinnar veitti mynd Eiríks, „Höpöhöpö Böks“, sérstaka viðurkenningu („special mention“). Myndbandsljóð hans var á meðal 26 annara mynda í sérstökum keppnisflokki, eins og greint var frá hér á síðunni á dögunum.

Eiríkur var auk þess staddur í Berlínarborg til að kynna þýska þýðingu á skáldsögu sinni Eitur fyrir byrjendur (þ. Gift für Anfänger), sem kom út þar í landi í síðustu viku á vegum forlagsins Kozempel & Timm.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir