Máttur innlifunarinnar

4. nóvember, 2010

Skáldsagan Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra, er nýkomin út í Danmörku. Ritdómur í Information.

kristin_m_baldursdottirSkáldsagan Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra, er nýkomin út í Danmörku, samkvæmt heimasíðu Forlagsins. Um síðustu helgi birtist ritdómur um bókina í dagblaðinu Information undir heitinu „Hugrökk í trú sinni á ímyndunaraflið og mátt innlifunarinnar“. Þar skrifar Erik Skyum-Nielsen meðal annars:

„Maður skilur vel að Kristín Marja Baldursdóttir hafi fundið hjá sér þörf fyrir að skipta úr sinfóníuformati hinnar gríðarmiklu skáldsögu um listakonuna Karitas yfir í blíða kammermúsík í nýrri bók sinni, Karlsvagninum [...] Það er eitthvað algerlega heillandi við frásögnina af því þegar konan og stúlkan ganga saman inn í hús minninganna þar sem allir sofa [...] Á heimavelli gerir skáldsagan upp við hvað það kostar að vera sterk íslensk kona með járnvilja og ábyrgðartilfinningu, en á heimsvísu hvetur hún hvern og einn til að hætta sér inn í hús minninganna og athuga hvort öll sagan um hann hefur nú verið sögð á enda.“

Lengri útdrátt ritdómsins á íslensku má finna í fréttatilkynningu Forlagsins. Dóminn í heild sinni, á dönsku, er að finna á heimasíðu Information.

Kristín Marja var höfundur mánaðarins í október síðastliðnum hér á síðunni. Nálgast má viðtalið við hana hér.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir