Ný bók og bíómyndir

23. nóvember, 2010

Nýjasta glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig er komin út. Á sama tíma er klár samningur um gerð bíómynda eftir bókum hennar.

Benjamin-Benedict--TeamworxÞýska kvikmyndafyrirtækið teamWorx hefur samið við bókaútgáfuna Veröld um að kvikmynda allar bækur Yrsu Sigurðardótur. Kvikmyndafyrirtækið er dótturfyrirtæki Freemantle Media sem er hluti af einu stærsta miðlunarfyrirtæki heims, Bertelsmann. Stefnt er að því að taka myndirnar upp á þýsku á Íslandi.

„Ég hef verið mikill aðdáandi bóka Yrsu frá því ég kynntist verkum hennar fyrst,“ segir Benjamin Benedict, framleiðandi hjá teamWorx. „Ég byrjaði reyndar á þriðju bókinni, las svo þá fyrstu, svo númer tvö og svo þá fjórðu! Þannig að ég hef kannski ekki lesið þær í réttri röð en er mjög hrifinn af því hvernig hún segir sögur. Mér finnst aðalpersóna hennar, lögmaðurinn Þóra Guðmundsdóttir, vera spennandi. Sömuleiðis er umhverfið í sögunum heillandi, náttúra Íslands, landið og fólkið sem þar býr. Þetta er góður efniviður í bíómynd.  Við erum búnir að ráða handritshöfund og erum að vinna í að fjármagna myndirnar, þannig að þetta er allt á góðri leið. Við hlökkum mjög til að takast á við þetta stóra verkefni, að skila sögum Yrsu á hvíta tjaldið.“

Nýjasta saga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, fjallar um ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum. Þar taka að gerast dularfullir atburðir í tengslum við fortíð staðarins.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir