Cintamani á meðal aðalstyrktaraðila

23. febrúar, 2011

Sögueyjan Ísland og Cintamani hafa gert með sér samkomulag um að Cintamani verði einn af aðalstyrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

cintamani_logoSögueyjan Ísland og Cintamani hafa gert með sér samkomulag um að Cintamani verði einn af aðalstyrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Cintamani er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu útivistarfatnaðar og eru vörur þeirra í dreifingu víða um heim, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku og Noregi.

Cintamani verður sérlegur bakhjarl hönnunarsýningar. Sýningin verður opnuð í Frankfurt í aðdraganda Bókasýningarinnar. Á sýningunni verður einkum lögð áhersla á íslenska fatahönnun.

Sögueyjan Ísland fagnar aðkomu Cintamani að verkefninu og horfir björtum augum til samstarfsins með fyrirtækinu í hinum þýskumælandi heimi.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir