Thor Vilhjálmsson látinn

2. mars, 2011

Thor Vilhjálmsson rithöfundur er látinn, 85 ára að aldri.

Thor - textiThor Vilhjálmsson rithöfundur lést miðvikudaginn 2. mars, 85 ára að aldri. Hann var afkastamikill rithöfundur og gaf út fyrstu bók sína, Maðurinn er alltaf einn, árið 1950. Thor fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1988 fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir.

Jafnframt því að sinna ritstörfum var Thor ötull baráttumaður fyrir tjáningarfrelsi og menningarstarfi á Íslandi. Hann sagðist í viðtali við Sagenhaftes Island skömmu fyrir andlát sitt, vera að vinna að nýju efni. „Það að skrifa er ákveðin þrákelkni,“ sagði Thor, „halda áfram, áfram, áfram.“


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir