Bláa lónið styrkir Sögueyjuna

3. mars, 2011

Bláa lónið styður við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Bláa lónið - ÍslenskaSögueyjan Ísland og Bláa lónið hafa gert með sér samkomulag um að Bláa lónið verði einn af styrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf, og Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, undirrituðu samninginn föstudaginn 25. febrúar.

Grímur sagði það vera bæði ánægjulegt og mikilvægt fyrir Bláa lónið að taka þátt í verkefninu og stuðla þannig að enn frekari áhuga Þjóðverja á landi og þjóð í gegnum bókmenntir sem eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. „Árlega heimsækja rúmlega fjögur hundruð þúsund gestir Bláa lónið sem í dag er einni vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim. Gestir af þýska málsvæðinu eru þar fjölmennur hópur.“

Bláa lónið mun verða hluti af kynningarmynd í sýningarskála Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í október. Íslenskar bókmenntir og íslensk náttúra verða í aðalhlutverki í kynningarmyndinni. Halldór sagði það vera sérstaka ánægju fyrir Sögueyjuna að fá svo öflugan bakhjarl og samstarfsaðila í þetta spennandi verkefni sem framundan er.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir