Norðurlönd í heiðurssæti á bókamessunni í París

17. mars, 2011

Bókamessan í París verður haldin í 31. sinn dagana 18.-21. mars. Átta íslenskir rithöfundar fylgja þar eftir nýútkomnum verkum sínum á frönsku.

salon-du-livre-2011Bókamessan í París - Salon du Livre de Paris - verður haldin í 31. sinn dagana 18.-21. mars. Að þessu sinni eru Norðurlöndin í heiðurssæti á messunni og af því tilefni taka 8 íslenskir höfundar þátt í viðamikilli bókmenntadagskrá messsunnar ásamt tugum annarra norrænna höfunda. Hinn norræni fókus messunnar í ár hefur nú þegar hlotið mikla athygli og umfjöllun í fjölmiðlum í Frakklandi.

Íslensku höfundarnir á messunni eru Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Þórarinsson, Áslaug Jónsdóttir, Bragi Ólafsson, Jón Kalman Stefánsson, Steinar Bragi, Steinunn Sigurðardóttir og Yrsa Sigurðardóttir. Þau eru öll að fylgja eftir nýlega útkomnum verkum sínum á frönsku.

Bókamessan er stór viðburður á bókmenntasviði Frakklands, þangað flykkjast um 190.000 bókaunnendur á hverju ári til að hlýða á og bera augum hinn mikla fjölda höfunda sem fram koma í metnaðarfullri bókmenntadagskrá messunnar. 

Á norrænum sýningarbás messunnar má m.a. finna bókabúð með hundruðum titla norrænna höfunda í franskri þýðingu. Einnig eru í tengslum við norrænan fókus á Salon du Livre haldin ýmis málþing og ráðstefnur, m.a. fyrir norræna útgefendur, og þýðendur úr norrænum tungumálum á frönsku.

Fylgjast má með viðburðum í dagskrá messunar í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu Salon du Livre.

Bókmenntasjóður sér um skipulagningu þátttökunnar fyrir Íslands hönd í samstarfi við systurskrifstofur sínar á Norðurlöndunum, NORLA (NO), FILI (FI), Kunststyrelsen (DK) og Kunstrådet (SV) ásamt norrænu sendiráðunum í París. Samnorræn þátttakan er að mestu fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir