Þýskir gagnrýnendur hrífast af Rökkurbýsnum

24. mars, 2011

Rökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

das-gleissen-der-nachtRökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Í sunnudagsblaði Frankurter Allgemeine, einu helsta dagblaði Þýskalands, sagði Tilman Spreckelsen gagnrýnandi að „ef Rökkurbýsnir eftir Sjón gefur rétta mynd af íslenskum bókmenntum eigum við sannarlega von á veislu í haust þegar Ísland verður heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt.“

Í umfjöllun um bók vikunnar á svissnesku útvarpsstöðinni DRS 2 lofaði svissneski verðlaunarithöfundurinn Melinda Nadj Abonji Rökkurbýsnir með þessum orðum:

„Rökkurbýsnir eftir Sjón er blanda af goðsögu og skáldsögu og stíll höfundarins er bæði raunsær og töfrum þrunginn og í textanum má greina áhrif framúrstefnunnar í Evrópu. Sú mynd sem Sjón dregur upp af heimalandi sínu Íslandi er bæði frumleg og áhrifarík.“

Sögueyjan ræddi nýlega við Sjón um bókina. Viðtalið má nálgast hér.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir