Komdu með til Frankfurt

29. mars, 2011

Nú fer hver að verða síðastur til að senda bókasafnið sitt til Frankfurt og fá tækifæri til að verða hluti af stærstu bókasýningu heims.


Nú fer hver að verða síðastur til að senda inn mynd af bókasafninu sínu í verkefnið „Komdu með til Frankfurt“, þar sem íslenskir bókaunnendur fá tækifæri til að verða hluti af stærstu bókasýningu heims.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa þegar verkefnið hófst fyrr í vetur og hafa hundruð ljósmynda af íslenskum bókasöfnum í öllum sínum fjölbreytileika borist til Sögueyjunnar.

Síðasti dagur til að senda inn ljósmyndir er föstudagurinn 1. apríl og dregið verður úr innsendum bókasöfnum á  mánudaginn 4. apríl. Það eru því enn nokkrir dagar til stefnu fyrir þá sem luma á fallegum bókaskáp, hillu eða stafla einhvers staðar á heimilinu,  til að hreppa ferð á Bókasýninguna í Frankfurt 2011. Sjáumst þar.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir