Vinningshafar á leið til Frankfurt

8. apríl, 2011

Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í  „Komdu með til Frankfurt“. Þrír heppnir þátttakendur fengu ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.

Vinningshafar

Dregið hefur verið úr innsendum bókasöfnum í  „Komdu með til Frankfurt“ sem Sögueyjan Ísland hefur staðið fyrir í samstarfi við Eymundsson. Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út og hreppti hver þeirra ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust. Vinningshafar eru Guðrún Erla Björgvinsdóttir, Magnús Axelsson og Arnheiður Sigurðardóttir.

Sögueyjan vill þakka öllum þeim sem deildu bókaskápum sínum með okkur en þátttakan í verkefninu var með eindæmum góð. Á annað þúsund ljósmyndir bárust úr öllum landsfjórðungum sem sýndu bókasöfn af ýmsum stærðum og gerðum. Þessar myndir munu svo njóta sín næsta haust í íslenska skálanum á Bókasýningunni í Frankfurt þegar íslensku heimilisbókasöfnin verða sýnd í allri sinni dýrð, bæði á ljósmyndum og í myndböndum. 

Facebook síða verkefnisins verður opin fyrir myndum fram að Bókasýningunni í haust og verður aukavinningur dreginn úr innsendum myndum áður en Bókasýningin hefst í haust. Fólk er því hvatt til þess að halda áfram að senda inn myndir.

Afhending verðlaunanna fór fram í Eymundsson á Skólavörðustíg, þann 7. apríl. Verðlaunahafarnir voru að vonum ánægðir og sögðust spenntir að fá að sjá þessa stærstu bókasýningu heims í haust.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir