Gyrðir fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

12. apríl, 2011

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Gyrðir ElíassonGyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Í umsögn dómnefndarinnar segir að bókin sé „stílhreint og framúrskarandi skáldverk sem lýsir innri og ytri átökum og er í samræðu við heimsbókmenntirnar.“ Auk Gyrðis var Ísak Harðarson tilnefndur fyrir hönd Íslands, en alls voru 13 norrænir rithöfundar tilnefndir. Gyrðir er sjöundi íslenski rithöfundurinn til að hljóta verðlaunin, síðast hlaut Sjón þau árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fagna nú hálfrar aldar afmæli sínu, en svo skemmtilega vill til að Gyrðir varð sjálfur fimmtugur 4. apríl síðastliðinn. Hann mun taka við verðlaununum á Norðurlandaráðsþinginu 2. nóvember 2011 í Kaupmannahöfn.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Tengt efni:

Höfundur mánaðarins: Viðtal við Gyrði Elíasson.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir