Rökkurbýsnir í TLS

„Stenst samanburð við Ísland Nóbelsverðlaunahafans Halldórs Laxness.“

5. maí, 2011

Rithöfundurinn Sjón stenst samanburð við sjálft Nóbelsskáldið Halldór Laxness samkvæmt nýlegum ritdómi um Rökkurbýsnir í Times Literary Supplement.

rokkurbysnir.engÞað er langtum meira spunnið í íslenskar samtímabókmenntir en rannsóknarlögreglumenn og glæpavettvangar,“ segir í löngum og ítarlegum ritdómi Times Literary Supplement, bókmenntatímaritsins virta, um enska þýðingu skáldsögunnar Rökkurbýsnir eftir Sjón. Það er miðaldabókmenntafræðingurinn Carolyne Larrington sem gagnrýnir bókina og bætir hún við að Sjón sé á meðal athyglisverðustu samtímaskálda Íslands.

Frásögnin er síbreytileg og töfrandi, brosleg og átakanleg til skiptis,“ segir í dómnum. „Sjón beitir hér súrrealismanum sem einkenndi fyrstu verk hans til að kryfja til mergjar, í siðferðilegum skilningi, það sem eftir stendur þegar þjóðfélag hefur verið lagt í rúst. [...] Rökkurbýsnir ætti að ljúka upp veröld íslenskra bókmennta handan glæpasagna og frásagna af fráhverfum ungmennum Reykjavíkur. Veröld náttúru og hugmynda, sem stenst samanburð við Ísland Nóbelsverðlaunahafans Halldórs Laxness.“

Ritdóminn í heild sinni má nálgast hér, á heimasíðu Times Literary Supplement. Þess má geta að Sjón er ekki eini íslenski rithöfundurinn sem tímaritið hefur farið fögrum orðum um, en fjallað var um Yrsu Sigurðardóttur í lofsamlegum dómi um Ösku í fyrra.

Þýsk þýðing Rökkurbýsna kom út fyrr á þessu ári og hafa þarlendir gagnrýnendur sömuleiðis verið hrifnir af bókinni. „Sögur úreldast ekki,“ sagði Sjón í viðtali við Sögueyjuna og svo virðist vera sem heimsmyndahræringar á Íslandi 17. aldar slái á réttar nótur beggja vegna Atlantshafsins.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir