Dagur íslenskrar ljóðlistar

8. júní, 2011

8. júní var haldinn

Dagur íslenskrar ljóðlistar“ í tíu bókmenntahúsum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss með fjölbreyttri dagskrá þar sem íslensk skáld munu lesa víða.

8. júní var haldinnDagur íslenskrar ljóðlistar“ í tíu bókmenntahúsum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss með fjölbreyttri dagskrá þar sem íslensk skáld lásu upp víða.

Gestir bókmenntahúsanna fengu þennan dag að gjöf safnbók íslenskrar ljóðlistar á þýsku, Isländische Lyrik, sem þýska bókaforlagið Insel Verlag gefur út í lok júlí. Í ritinu er íslenskri ljóðlist gerð skil í allri sinni breidd, frá elstu kvæðum miðalda til samtímaljóðlistar, í einni bók í fyrsta sinn á þýsku.

Sögueyjan Ísland fékk til liðs við sig nemendur við Listaháskóla Íslands sem gerðu myndbönd við valin ljóð úr safnritinu.



Ljóðamyndböndin voru sýnd í anddyri Literaturhaus Frankfurt á „Degi íslenskrar ljóðlistar“ og voru auk þess sýnd á þýsk-frönsku menningarsjónvarpsstöðinni ARTE. Myndböndin má nálgast á heimasíðu stöðvarinnar.

„Dagur íslenskrar ljóðlistar“ er samstarfsverkefni Sögueyjunnar og þýskumælandi bókmenntahúsa. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér (á þýsku).


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir