Íslensk barnabókahátíð í Köln

17. júní, 2011

Þann 18. júní hófst íslensk barna- og unglingabókahátíð í Köln, Þýskalandi. Sex íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og spjalla við börn og unglinga í fleiri en 30 skólum og bókasöfnum borgarinnar næstu tvær vikurnar.

kinderwocheKolnÞann 18. júní hófst íslensk barna- og unglingabókahátíð í Köln, Þýskalandi. Hátíðin stendur yfir til 3. júlí og munu sex íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og spjalla við börn og unglinga í fleiri en 30 skólum og bókasöfnum í Köln næstu tvær vikurnar.

Auk upplestranna fara fram sýningar á íslenskum barnakvikmyndum og sýning um lífshlaup og verk rithöfundarins Jón „Nonna“ Sveinsson opnuð. Brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik mun að auki setja á svið brúðusýningu byggða á íslensku þjóðsögunni um Gilitrutt.

Hátíðin var opnuð í Domforum í Köln þar sem Gert Kreutzer, prófessor í norrænum fræðum, og rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir opnuðu sýninguna um Jón „Nonna“ Sveinsson. Þar fór svo fram sýning á kvikmyndinni Nonni og Manni síðar um kvöldið.

Frekari upplýsingar um hátíðina má nálgast hér (á þýsku).




Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir