Þorsteinn frá Hamri gefinn út í Þýskalandi

11. júlí, 2011

Út er komið í Þýskalandi ljóðasafnið Jarðarteikn – Erdzeichen, tvítyngt úrval ljóða eftir skáldið Þorstein frá Hamri.

Ehrengast-PK-Island-2011_4Út er komið í Þýskalandi ljóðasafnið Jarðarteikn – Erdzeichen, tvítyngt úrval ljóða eftir skáldið Þorstein frá Hamri. Þýska bókaforlagið Queich-Verlag gefur út og er þýðingin í höndum Gert Kreutzer, prófessors í norrænum fræðum. Í safninu gefur að líta valin ljóð úr sextán ljóðabókum Þorsteins, allt frá hans fyrstu útgefnu bók Í svörtum kufli til þeirrar nýjustu Hvert orð er atvik.

Þorsteinn tók þátt í blaðamannafundi Sögueyjunnar í Frankfurt 6. júní – þar sem menningardagskrá verkefnisins var kynnt. Þar las hann upp ljóð við góðar undirtektir þýskra blaðamanna. Þann 8. júní, á „Degi íslenskrar ljóðlistar“ (Tag der Isländischen Poesie), las Þorsteinn svo upp ljóð í Bókmenntahúsinu í Berlin og kynnti Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hann við upphaf dagskrárinnar. Íslensk skáld voru samtímis á sveimi á ellefu stöðum víðsvegar í Þýskalandi og var gerður góður rómur að íslenskum kveðskap það kvöld.

Gestir bókmenntahúsanna fengu af þessu tilefni gefins eintak af nýrri safnbók íslenskrar ljóðlistar á þýsku Isländische Lyrik, sem Insel Verlag gefur út. Þar er dregin upp mynd af þróun íslenskrar ljóðlistar allt frá árdögum hennar til okkar tíma, og á Þorsteinn frá Hamri þrjú ljóð í henni.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir