Ljóðasetur Íslands

15. júlí, 2011

Miðstöð íslenskrar ljóðlistar opnuð á Siglufirði við hátíðlega athöfn.

Þann 8. júlí var Ljóðasetur Íslands opnað við hátíðlega athöfn á Siglufirði. Á setrinu er sögu íslenskrar ljóðlistar gerð skil og er þar að finna hátt á annað þúsund íslenskra ljóðabóka. Margt var um manninn við vígsluna og fullt var út úr dyrum.

Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur athafnarinnar og vígði hún ljóðasetrið formlega. Í ávarpi sínu ræddi hún um gildi ljóðlistarinnar og mikilvægi hennar fyrir tungumál og menningu þjóðarinnar. Ennfremur hrósaði hún Þórarni Hannessyni, forstöðumanni setursins, fyrir framtakið. Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, var sérstakur gestur opnunarinnar og ræddi hann um kveðskap Íslendinga og flutti ljóð. Einnig voru lesin upp áður óbirt ljóð eftir Matthías Johannessen sem hann hafði sjálfur fært setrinu að gjöf.

LjóðaseturLjóðasetur

Rakel Björnsdóttir, aðstoðarverkefnisstjóri Sögueyjunnar Íslands, var viðstödd vígsluna og  færði hún ljóðasetrinu að gjöf úrval íslenskra ljóða í þýskri þýðingu, Isländische Lyrik, ásamt tvítyngdu ljóðasafni eftir Þorstein frá Hamri, Jarðarteikn – Erdzeichen, sem kom út fyrir skömmu í Þýskalandi. Auk bókanna færði Sögueyjan setrinu myndbandsverk nemenda við Listaháskóla Íslands sem unnin voru af tilefni útgáfu Isländische Lyrik.

Ljóðasetrið stendur opið alla daga milli 14.00-18.00 það sem eftir lifir af sumri. Á hverjum degi kl. 16.00 fara þar fram lifandi viðburðir, svo sem upplestrar eða hljómleikar.

Ljósmyndir: www.siglo.is


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir