Bókmenntahátíð ber að dyrum

5. september, 2011

Bókmenntahátíð Reykjavíkur verður haldin í tíunda sinn 7. til 11. september. Þema hátíðarinnar í ár er norrænn sagnaarfur, lifandi samtímabókmenntir.

Bókmenntahátíð Reykjavíkur verður haldin í tíunda sinn 7. til 11. september. Þema hátíðarinnar í ár er norrænn sagnaarfur, lifandi samtímabókmenntir og verður meðal annars blásið til Íslendingasagnaþings á hátíðinni í tilefni af heiðursárinu á Bókasýningunni í Frankfurt.

BókmenntahátíðVenju samkvæmt mun fjöldi rithöfunda, innlendra sem erlendra, taka þátt í upplestrum og höfundasamtölum í Iðnó og Norræna húsinu. Tíu íslenskir rithöfundar munu taka þátt í þetta sinnið. Þar má nefna Bergsvein Birgisson, Kristínu Marju Baldursdóttur og Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Meðal erlendra rithöfunda sem sækja hátíðina að þessu sinni eru Herta Müller, handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 2009, Vikas Swarup, höfundur Viltu vinna milljarð?, og Ingo Schulze, einn vinsælasti rithöfundur Þýskalands. Bætast þessir höfundar við langan lista hátíðarinnar, sem telur yfir 200 erlenda rithöfunda sem hafa verið gestir hennar frá stofnun. Efnt verður til sérstakrar ljósmyndasýningar í anddyri Norræna hússins í samvinnu við Morgunblaðið, þar sem sjá má myndir af gestum fyrri hátíða.

Íslendingasögur sem lifandi frásagnarbókmenntir

Í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunní Frankfurt 2011 standa Sögueyjan Ísland og Bókmenntahátíð í Reykjavík fyrir málþingi um Íslendingasögur. Yfirskrift þingsins er „Íslendingasögur sem lifandi frásagnarbókmenntir“.

heildarþýðing Íslendingasagna  kemur út þann 9. september hjá Fischer forlaginu í Þýskalandi, auk þess sem unnið er að nýjum norrænum þýðingum. Á þinginu tala þýðendur, fræðimenn og rithöfundar og velta fyrir sér ýmsum þáttum er lúta að Íslendingasögunum, efni þeirra, viðtökum og útgáfusögu.

Málþingið fer fram á íslensku fyrir hlé og á ensku eftir hlé og verður haldið í Norræna húsinu laugardaginn 10. september frá 9-12. Íslendingasagnaþingið er haldið í samstarfi Bókmenntahátiðar og Sögueyjunnar með stuðningi Menningaráætlunar Evrópusambandsins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Bókmenntahátíðin er í ár tileinkuð minningu Thors Vilhjálmssonar stofnanda hennar, sem lést fyrr á þessu ári, en hann var stjórnarformaður hátíðarinnar til dauðadags. Nánari upplýsingar um dagskrá, gesti og uppákomur má nálgast á heimasíðu Bókmenntahátíðarinnar.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir