Frá torfi til steypu – íslensk byggingarlist í Frankfurt

29. september, 2011

Í Deutsches Architekturmuseum verður íslensk byggingarlist frá landnámi og fram á okkar daga í brennidepli.

Island und Architektur? - ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson

Þrítugasta september opnar í Deutsches Architekturmuseum sýning þar sem íslensk byggingarlist, allt frá landnámi og fram á okkar daga, verður í brennidepli. Yfirskrift hennar er „Island und Arkitektur?“ og stendur hún yfir til 13. nóvember. Sýningin er á meðal fjölmargra viðburða sem haldnir verða í Þýskalandi vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Á „Island und Architektur?“ verður leitað svara við mikilvægum spurningum er snúa að fortíð og framtíð íslenskrar byggingarlistar. Hvernig birtist góðærið alræmda í húsum Íslands? Eða þá kreppan sem á eftir fylgdi? Hvernig hús byggði þjóð sem átti ekki greiðan aðgang að timbri og öðrum algengum byggingarefnum?

Rómaðar húsaljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar leika stórt hlutverk í sýningunni. Jafnframt verður heimildarmynd Henry Bateman „Future of Hope“ sýnd þar, en í henni er fjallað um sjálfbærni á Íslandi – endurnýjanlega orkugjafa, nýsköpun og frumkvöðlamennsku – eftir hrun.

Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir