Sögulegur sáttafundur

12. október, 2011

Á Bókasýningunni í dag átti sér stað hjartnæm stund þar sem Horst Korske, loftskeytamaður þýska kafbátsins sem sökkti Goðafossi þann 10. nóvember árið 1944,  og Sigurður Guðmundsson, háseti Goðafoss, mættust á sáttafundi.

Horst Korske og Sigurður GuðmundssonÁ Bókasýningunni í dag átti sér stað hjartnæm stund þar sem Horst Korske, loftskeytamaður þýska kafbátsins sem sökkti Goðafossi þann 10. nóvember árið 1944,  og Sigurður Guðmundsson, háseti Goðafoss þegar árásin átti sér stað, mættust á sáttafundi.

„Ég hef átt margar andvökunætur yfir þessum hræðilega atuburði,“ segir Korske. „Maður hugsar: Hvað hef ég gert rangt? Maður varð að fylgja skipunum. Ég var ungur þá. Og í dag kemur allt upp aftur. Núna get ég verið rólegri eftir að hafa hitt Sigurð og rætt við hann, mér líður betur. Þetta var mjög miklvæg stund fyrir mig.“

„Maður var svo ungur þegar þetta skeði, maður kunni ekki að hræðast,“ segir Sigurður Guðmundsson. „Mér fannst hann vera hálf smeykur og kvíðinn yfir að hitta mig, en ég hata hann ekki.“

Þýsk útgáfa bókarinnar Útkall – Árás á Goðafoss, eftir Óttar Sveinsson, kom út fyrir skömmu, og var fundurinn haldin til kynningar á henni.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir