„Hvenær komið þið aftur?“

15. október, 2011

Síðasti blaðamannafundur Sögueyjunnar á Bókasýningunni fór fram 15. október.

„Við erum afar stolt af mótttökunum sem kynning okkar hefur fengið,“ sagði Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, á síðasta blaðamannafundi verkefnisins á Bókasýningunni í Frankfurt 2011. „Viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi og farið langt fram úr okkar bestu vonum.“

Skálinn7Jürgen Boos, framkvæmdarstjóri Bókasýningarinnar, var á sama máli. „Ísland hefur sýnt fram á að sagnalist er ómissandi þáttur af lífinu. Yfir 200 nýútgefnar þýðingar eru til marks um það að þýskur almenningur og útgefendur taka íslenskum bókmenntum opnum örmum. Nú, þegar viðburðaríku heiðursári Íslands í Frankfurt fer senn að ljúka, brennur aðeins ein spurning á vörum mínum: Hvenær komið þið aftur?“

Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, minntist á hin fjölmörgu tækifæri sem kynning Sögueyjunnar hefur skapað. „Nýjar kringumstæður hafa skapast með tilliti til alþjóðlegrar bókaútgáfu. Við höfum fengið ótal fyrirspurnir frá útgáfufélögum um heim allan á meðan á Bókasýningunni hefur staðið.“

Kristín Steinsdóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands, var einnig ánægð með möguleikana sem nú standa til boða. „Heiðursþátttakan hefur opnað gátt út í heim fyrir íslenska rithöfunda.“

Næstkomandi sunnudag fer fram afhending heiðurskeflisins til næsta heiðursgests sýningarinnar, Nýja Sjáland, og bindur þar með enda á heiðursár Íslands í Frankfurt. En eins og aðstoðarverkefnisstjóri Sögueyjunnar benti á, þá er verkinu hvergi nærri lokið. „Sögueyjan Ísland mun halda vinnu sinni áfram að Bókasýningunni lokinni.“

Gluggaútstillingarsamkeppni

Á blaðamannafundinum voru að auki sigurvegarar í gluggaútstillingarsamkeppni Bókasýningarinnar og Sögueyjunnar kynntir. Um 700 bókabúðir – fleiri en nokkru sinni fyrr – tóku þátt í samkeppninni. Frumlegasta gluggaútstillingin, með Ísland sem þema, var verðlaunuð með tveggja vikna ferð til Íslands í boði Katla travel. Annað sætið fær þekktan íslenskan rithöfund til að lesa upp í verslun sinni og þriðja sætið fékk inneign, að andvirði 250 evra, fyrir fatnaði frá Cintamani.

Verðlaunahafarnir voru eftirfarandi:

1. Sæti: Bindernagel bókabúðin í Friedberg, Hessen.

2. Witthuhn bókabúðin í Uttenreuth, Bæjaralandi.

3. Athesia bókabúðin í Traunstein, Bæjaralandi.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir