Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember, 2011

Degi íslenskrar tungu var fagnað 16. nóvember síðastliðinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Dagur íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu var fagnað 16. nóvember síðastliðinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, og var hans minnst með margvíslegu móti á vegum ýmissa stofnana, samtaka og skóla.X

Má þar nefna maraþonlestur í Ársafni og Jónasarvöku í Bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu. Jafnframt verður íslensk-skandinavíska veforðabókin ISLEX opnuð við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Orðabókin er unnin á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslensku fræðum í samstarfi við háskóla- og rannsóknarstofur á Norðurlöndum. Í Gerðubergi í Breiðholti fór fram hátíðardagskrá Mennta- og menningarmálaráðuneytinsins, sem lauk með afhendingu Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, viðurkenningu sem veitt er einstaklingum sem stutt hafa íslenskt mál með sérstökum hætti.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir