Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

1. desember, 2011

Fimmtudaginn 1. desember var tilkynnt um hvaða 10 bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands.

Íslensku bókmenntaverðlauninFimmtudaginn 1. desember 2011 var tilkynnt um hvaða 10 bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands.

Tilnefnt er í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis og eru 5 bækur tilnefndar í hvorum flokki. Verðlaunaupphæðin fyrir hvorn flokk er nú kr. 1.000.000.

Tvær þriggja manna dómnefndir sjá um valið á þeim bókum sem þykja hafa skarað fram úr á útgáfuárinu 2011. Dómnefnd fagurbókmennta var skipuð þeim Árna Matthíassyni, Viðari Eggertssyni og Þorgerði Elínu Sigurðardóttur. Í dómnefnd fræðibóka og rita almenns efnis sátu  Þorgerður Einarsdóttir, Jón Ólafsson og Auður Styrkársdóttir.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Guðrún Eva Mínervudóttir: Allt með kossi vekur. Útgefandi: JPV útgáfa

Hallgrímur Helgason: Konan við 1000°. Útgefandi: JPV útgáfa

Jón Kalman Stefánsson: Hjarta mannsins. Útgefandi: Bjartur

Oddný Eir Ævarsdóttir: Jarðnæði. Útgefandi: Bjartur

Steinunn Sigurðardóttir: jójó. Útgefandi: Bjartur

í flokki fræðibóka og rita almenns efnis voru tilnefningar eftirfarandi:

Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson: Morkinskinna I og II bindi. Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag

Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson: Góður matur, gott líf – í takt við árstíðirnar. Útgefandi: Vaka-Helgafell

Jón Yngvi Jóhannsson: Landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar. Útgefandi: Mál og menning

Páll Björnsson: Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Útgefandi: Sögufélag

Sigríður Víðis Jónsdóttir: Ríkisfang: Ekkert - Flóttinn frá Írak á Akranes. Útgefandi: Mál og menning

Formenn dómnefndanna tveggja munu velja einn verðlaunahafa úr báðum flokkum ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af Forseta Íslands á Bessastöðum.

Tilnefnt til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011

Einnig voru tilkynntar tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunna. Dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka völdu þær fimm þýðingar sem þykja skara framúr útgáfuárið 2011.

Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum og veitir Forseti Íslands þau á degi bókarinnar 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini. Bakhjarlar verðlaunanna eru Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011:

Andarsláttur eftir Hertu Müller. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Útgefandi: Ormstunga

Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya. Þýðandi: Hermann Stefánsson. Útgefandi: Bjartur

Regnskógabeltið raunamædda eftir Claude Lévi-Strauss. Þýðandi: Pétur Gunnarsson. Útgefandi: JPV útgáfa

Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson. Útgefandi: Mál og menning

Tunglið braust inn í húsið. Ljóð eftir marga höfunda. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: Uppheimar


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir