Fagurfræði Guðbergs á ensku

25. janúar, 2012

Bók Birnu Bjarnadóttur, Holdið hemur andann: um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar, kemur út í enskri þýðingu í febrúar.

Recesses of the Mind - Guðbergur Bergsson

Bók Birnu Bjarnadóttur Holdið hemur andann: um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar kemur út í enskri þýðingu í febrúar á vegum hins virta háskólaforlags McGill Queen‘s University Press í Montréal.

Ensk þýðing bókarinnar ber heitið Recesses of the Mind: Aesthetics in the Work of Guðbergur Bergsson og markar útgáfa hennar spor í aukinni þekkingu á verkum Guðbergs erlendis. Bókin er brautryðjendaverk í rannsóknum á höfundarverki Guðbergs Bergssonar. Í ritinu er fagurfræði verka hans lesin í samræðu við erlenda fræðimenn og vestræna frásagnarhefð og hugmyndasögu.

Birna Bjarnadóttir lauk doktorsprófi í fagurfræði nútímabókmennta frá Háskóla Íslands. Hún starfar nú við íslenskudeild Manitóbaháskóla og hefur veitt deildinni forstöðu frá árinu 2006.


Tengd umfjöllun:

Bók mánaðarins: Missir eftir Guðberg Bergsson.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir