Frankfurt verkefninu fylgt eftir með stuðningi íslenskra fyrirtækja

17. febrúar, 2012

Árangur sem náðst hefur við útbreiðslu íslenskra bókmennta festur í sessi. Sögueyjan lætur að sér kveðja á bókasýningum í vor.

Sögueyjan ÍslandÍ fyrra lauk heiðursári Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt sem þótti takast vel, yfir 200 bækur tengdar Íslandi komu út á þýsku og íslenski sýningarskálinn hlaut einróma lof. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að fylgja verkefninu eftir á þessu ári og festa með því í sessi þann árangur sem náðst hefur við útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis.

Er gert ráð fyrir að Sögueyjan, eins og verkefnið heitir á íslensku, láti að sér kveða á bókasýningum í vor, svo sem í Leipzig, Bologna – þar sem barnabækur eru í brennidepli – og í London. Þar verða íslenskar bækur kynntar fyrir erlendum útgefendum og rækt lögð við þau sambönd sem urðu til vegna vinnunnar í kringum Frankfurt.

Helstu samstarfsaðilar Sögueyjunnar á síðasta ári ætla að leggja henni lið við þessa eftirfylgni. Þannig verður Actavis aðalstyrktaraðili verkefnisins á þessu ári, en aðrir sem ganga til samstarfsins eru Landsbankinn, Icelandair, Prentsmiðjan Oddi og Íslandsstofa. Það er, að dómi forsvarsmanna Sögueyjunnar, sérstakt fagnaðarefni að íslensk fyrirtæki skuli sýna úthald og vilja til að fylgja verkefninu eftir á nýju ári og stuðla þar með að áframhaldandi útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir