Sögueyjan á Bókasýningunni í Leipzig

14. mars, 2012

Bókasýningin í Leipzig, vorboði bókaársins í Þýskalandi, hefst  15. mars. Sem fyrr verða þar íslenskar bókmenntir áberandi en sex íslenskir höfundar taka þátt í sýningunni í ár.

Bókasýningin í Leipzig 2012

Bókasýningin í Leipzig, vorboði bókaársins í Þýskalandi, hefst  15. mars og stendur yfir til 18. mars. Sem fyrr verða þar íslenskar bókmenntir áberandi en sex íslenskir höfundar taka þátt í sýningunni í ár.

Pétur Gunnarsson -- ich meiner michPétur Gunnarsson mun þar fylgja eftir velgengni þýskrar þýðingar Punkts punkts komma striks, sem kom út í fyrra, með upplestrum úr þýðingu annarrar Andrabókarinnar Ég um mig frá mér til mín sem kom nýverið út hjá Weidle Verlag.

Yngsta kynslóð lesenda verður í brennidepli á sýningunni í ár og munu barnabókahöfundarnir Sigrún Eldjárn og Hallfríður Ólafsdóttir kynna þar bækur sínar. Sigrún Eldjárn verður með kynningu á nýrri útgáfu hinnar sígildu barnabókar Bétveir, sem hefur verið endurprentuð með nýjum teikningum, og Hallfríður Ólafsdóttir verður með upplestrar- og tónlistardagskrá helgaða Maxímus Músíkús. Kristín Steinsdóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins, mun svo taka þátt í ráðstefnu um barnabókmenntir og læsi í Norður-Evrópu og Þýskalandi auk þess að kynna Íslendingasögurnar fyrir þýskum börnum.

Steinunn Sigurðardóttir, sem löngum hefur verið vinsæl meðal þýskra lesenda, mun einnig lesa upp úr verkum sínum, þar á meðal Góða Elskhuganum sem kom út í þýskri þýðingu í fyrra. Ingibjörg Hjartardóttir mun svo lesa upp úr bókinni Hlustarinn, sem kom út í tengslum við Bókasýninguna í Frankfurt 2011.

Frekari upplýsingar um dagskrá Sögueyjunnar í Leipzig má sækja hér (PDF -- á þýsku).


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir