Einar Már fær „litla Nóbelinn“

16. mars, 2012

Sænska akademían hefur tilkynnt að Einar Már Guðmundsson fái Norrænu bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framlag sitt til bókmennta.

Einar Már GuðmundssonÍ morgun tilkynnti Sænska akademían að Einar Már Guðmundsson fái Norrænu bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framlag sitt til bókmennta. Einar Már mun veita verðlaununum viðtöku í Stokkhólmi 11. apríl næstkomandi.

Norræn bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar hafa verið veitt árlega frá 1986. Þau þykja einhver mesti heiður sem norrænum rithöfundi getur hlotnast og eru gjarnan nefnd norrænu nóbelsverðlaunin eða „litli Nóbelinn“.

Einar Már Guðmundsson er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin, Thor Vilhjálmsson fékk þau árið 1992 og Guðbergur Bergsson árið 2004.

Höfundar sem hafa fengið Norræn bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar síðustu ár eru:

2011: Ernst Håkon Jahr
2010: Per Olov Enquist
2009: Kjell Askildsen
2008: Sven-Eric Liedman

Einar Már hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur og ljóð en einnig hugleiðingar um samfélagsmál og menningu. Hann hefur hlotið ýmis konar verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995, norsku Bjørnsonverðlaunin og Karen Blixen heiðursverðlaunin.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir