Jón Kalman tilnefndur til ítalskra bókmenntaverðlauna

12. apríl, 2012

Jón Kalman Stefánsson hefur verið tilnefndur til  hinna virtu ítölsku bókmenntaverðlauna Premi Bottari Lattes Grinzane.

Jón KalmanJón Kalman Stefánsson hefur verið tilnefndur til  hinna virtu ítölsku bókmenntaverðlauna Premio Bottari Lattes Grinzane.

Himnaríki og helvíti kom út á ítölsku í þýðingu Silviu Cosimini í fyrra. Fyrsta upplag bókarinnar – 5 þúsund eintök –  er uppselt og annað á leiðinni. Annað bindi þríleiksins, Harmur englanna, er væntanlegt á ítölsku í haust og mun Jón Kalman halda til Ítalíu og fylgja útgáfunni eftir með upplestrum og uppákomum.

Auk Jóns Kalmans eru tvær ítalskar skáldkonur tilnefndar, þær Laura Pariani og Romana Petri. Verðlaunin  þykja með þeim virðulegri á Ítalíu og voru þau upphaflega stofnuð til að hvetja ungt fólk til aukins lesturs. Því munu ungir lesendur, á aldrinum 14-19 ára, greiða atkvæði og ráða úrslitum um hver þessara þriggja höfunda hlýtur aðalverðlaunin, en verðlaunahafar verða kunngjörðir þann 13. október á þessu ári.

Þýðingarréttur að lokabindi þríleiksins, Hjarta mannsins, hefur verið seldur til Tékklands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Þýskalands og Hollands, og eru fleiri samningar í bígerð.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir