Gyrðir tilnefndur til Jean Monnet-verðlaunanna í Frakklandi

13. apríl, 2012

Í vikunni var tilkynnt hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Jean Monnet bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

Gyrðir ElíassonÍ vikunni var tilkynnt hvaða höfundar hljóta tilnefningu til Jean Monnet bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi. Verðlaunin heita á frönsku le Prix Jean-Monnet de Littératures Européennes og hljóta tíu höfundar tilnefningu. Tilnefnd verk eru ýmist skrifuð eða þýdd á frönsku.

Gyrðir Elíasson er tilnefndur fyrir smásagnasafnið Milli trjánna sem kom út í franskri þýðingu Robert Guillemette hjá Books Éditions nú í byrjun apríl. Meðal annarra höfunda sem eru tilnefndir til verðlaunanna í ár má nefna hina þýsku Judith Hermann, Julian Barnes frá Bretlandi og Patrick Chamoiseau frá Martíník. Verðlaunin verða afhent á evrópskri bókmenntahátíð sem fram fer í Cognac í Frakklandi dagana 15.-18. nóvember. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og meðal fyrri verðlaunahafa eru höfundar á borð við  Hans Magnus Enzensberger, J. G. Ballard og Jorge Semprún.

Bækur Gyrðis njóta mikillar velgengni í þýðingum þessi dægrin. Skemmst er að minnast Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2011 sem hann hlaut fyrir sömu bók, Milli trjánna, en hún hefur nú komið út í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, auk Frakklands, og hlotið afbragðsdóma. Þá hafa bækur Gyrðis, Gangandi íkorni og Sandárbókin, nýlega komið út á þýsku og hlotið mikið lof gagnrýnenda og lesenda.

Frétt um verðlaunin í frönskum miðlum má nálgast hér.




Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir