Húslestrar á Listahátíð 2012

18. apríl, 2012

Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra á Listahátíð í Reykjavík. Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku

Listahátíð í Reykjavík 2012Listahátíð í Reykjavík verður haldin 18. maí til 3. Júní, þar sem boðið verður upp á kynstrin öll af spennandi menningarviðburðum.

Sem fyrr bjóða íslenskir höfundar heim í húslestra, en þetta er í fjórða sinn sem gestum gefst færi á að heyra og sjá uppáhaldshöfund sinn á Listahátíð.

Höfundar opna dyr sínar upp á gátt og halda húslestra á heimilum sínum. Hver viðburður er einstakur og aðeins fá sæti í boði. Í húslestrunum ægir öllu saman; ljóðum, sögubrotum, barnabókmenntum, útgefnu efni og nýskrifuðu.

Nýmæli í ár eru þrír húslestrar á þýsku. Það eru þau Einar Kárason, Yrsa Sigurðardóttir og Kristín Marja Baldursdóttir  sem bjóða í húslestra sem fram fara á þýsku, eftir góðar viðtökur í haust þegar Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt. Þýskir húslestrar fara fram í samstarfi við Sögueyjuna.

Nálgast má dagskrá húslestranna og miðasölu á heimasíðu Listahátíðar í Reykjavíkur.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir