Hollensk þýðing Snorra-Eddu verðlaunuð

3. maí, 2012

Þýðandinn Marcel Otten hlaut nýverið hollensk þýðingarverðlaun fyrir þýðingu sína á Snorra-Eddu. Verðlaunin eru veitt þýðingum sem þykja skara fram úr á hollenskum bókamarkaði.

Hollensk þýðing Snorra-EdduÞýðandinn Marcel Otten hlaut nýverið hollensk þýðingarverðlaun fyrir þýðingu sína á Snorra-Eddu sem kom út í innbundinni útgáfu hjá forlaginu Athenaeum-Polak & Van Gennep í fyrra með styrkveitingu frá Bókmenntasjóði og Stofnunar Sigurðar Nordals. Verðlaunin eru veitt þýðingum sem þykja skara fram úr á hollenskum bókamarkaði.

Marcel Otten hefur um árabil þýtt íslenskar forn- og nútímabókmenntir á hollensku. Árið 2010 hlaut hann styrk kenndan við Snorra Sturluson frá Árnastofnun en styrkurinn er veittur árlega erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til dvalar á Íslandi í því skyni að kynnast íslenskri tungu og menningu. Dvölina nýtti hann til að þýða Gerplu Halldórs Laxness á hollensku og kom hún út hjá bókaforlaginu De Geus í fyrra. Áður hefur hann þýtt sex aðrar skáldsögur eftir Nóbelskáldið.

Meðal annarra nýlegra þýðinga hans má nefna Himnaríki og helvíti og Harm Englanna eftir Jón Kalman Stefánsson, Óreiðu á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Argóarflísina eftir Sjón  og bækur Arnaldar Indriðasonar.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir