Íslenskir upplestrar í Þýskalandi

20. nóvember, 2012

Rithöfundarnir Kristín Steinsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir lesa upp úr verkum sínum í Bremen og Berlín í vikunni.

Tveir íslenskir rithöfundar munu lesa upp úr verkum sínum í Þýskalandi í vikunni. Höfundarnir eru Kristín Steinsdóttir, sem les upp úr verkum sínum bæði fyrir börn og fullorðna á bókmenntahátíðinni  globale° í Bremen, og Yrsa Sigurðardóttir, sem mun lesa upp úr bók sinni Brakið, en hún kemur út á þýsku síðar í vikunni.

Kristín Steinsdóttir verður með tvo upplestra á bókmenntahátíðinni globale°. Annars vegar mun hún lesa upp úr barnabók sinni Vítahring og hins vegar skáldsögunni Ljósu, sem kom út á þýsku árið 2011 hjá bókaforlaginu C.H. Beck undir heitinu Im Schatten des Vogels. Upplesturinn úr Vítahring fer fram 22. nóvember kl. 10.00 í leikhúsinu í Bremen, en upplesturinn úr Ljósu fer fram síðar um kvöldið, kl. 19.00 í Deutsches Auswandererhaus, miðstöð helgaðri sögu innflytjenda í Þýskalandi.

Upplestur Yrsu Sigurðardóttur fer fram sama dag, 22. nóvember, í sendiráði Norðurlanda í Berlín kl. 19.00. Brakið, eða Todesschiff eins og hún heitir á þýsku, er áttunda bók Yrsu til að koma út þar í landi og fylgir á eftir hrollvekjunni Ég man þig, sem naut töluverðra vinsælda í Þýskalandi þegar hún kom út í fyrra.


Uppfært, 21.11.2012:

Kristín Steinsdóttir tekur einnig þátt í lokadagskrá bókmenntahátíðarinnar globale, 23. nóvember, kl. 19.00. Þar mun hún taka þátt í höfundaspjalli með höfundunum Michael Stavarič, Irena Brežná und Fabricio Caivano um barnabókmenntir í heimi fullorðna.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir